logreglanMMR kannaði hvort landsmenn væru hlynntir eða andvígir því að lögreglan fái forvirkar rannsóknarheimildir. Forvirkar rannsóknarheimildir heimila lögreglu að safna upplýsingum um einstaklinga jafnvel þótt ekki liggi fyrir rökstuddur grunur um lögbrot. Meirihluti þeirra sem tók afstöðu, eða 58,4%, voru hlynnt því að lögreglan fái forvirkar rannsóknarheimildir og voru karlar (61,6%) hlynntari því en konur (54,8%).

1103_forvirkar_1

Stuðningur eykst með hækkandi tekjum og aldri en 72,3% þeirra sem eru á aldrinum 50-67 ára eru hlynnt forvirkum rannsóknarheimildum borið saman við 38,7% sem eru á aldrinum 18-29 ára. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar er stuðningsfólk Samfylkingarinnar (67,4%) hlynntast því að lögreglan fái forvirkar rannsóknarheimildir en stuðningur annara stjórnmálaflokka var frá 60-64%, D (63,9%), B (59,5%) og V (60,6%).

1103_forvirkar_2

Niðurstöðurnar í heild:
1103_tilkynning_forvirkar_ranns.pdf