Íslendingar eru almennt ánægðir með veðrið, vinnuna og nágranna sína. Mikill meirihluti eða 93,4% landsmanna segjast ánægð með nágranna sína, 90,3% segjast ánægð með vinnuna sína og 85,5% eru ánægð með veðrið að undanförnu. Það hafa því ekki orðið miklar breytingar frá könnun MMR í ágúst 2010 þegar ánægja landsmanna með sumarveðrið, vinnu og nágranna var einnig mæld. Þá sögðust 94,7% ánægð með veðrið í sumar, 92,9% voru ánægð með nágranna sína og 91,4% með vinnuna sína. Það bendir því flest til þess að þrátt fyrir neikvæðar veðurspár á köflum þá séu Íslendingar yfirleitt ánægðir með veðrið á Íslandi.

Það eina sem landsmenn eru ekki ánægðir með, af þeim atriðum sem MMR kannaði, er fjárhagsstaða sín en rétt tæpur helmingur þátttakenda eða 49,0% segjast óánægð með fjárhagsstöðu sína.

Niðurstöðurnar í heild:
1012_tilkynning_anaegja.pdf