Í könnun MMR þar sem spurt var um breytingu á bifreiðanotkun í kjölfar hækkana á eldsneyti sögðust 28,2% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar hafa minnkað bifreiðanotkun sína mikið og 41,7% minnkað hana lítillega. 25% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðu bifreiðanotkun sína ekkert hafa breyst og einungis 0,6% svarenda sögðust hafa aukið bifreiðanotkun sína. 4,5% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust ekki nota bifreið.
Niðurstöðurnar í heild: 1103_tilkynning_bifreidanotkun.pdf