MMR kannaði afstöðu almennings til nokkurra kosta við samsetningu ríkisstjórnar sem hafa verið í umræðunni að undanförnu. Af þeim sem tóku afstöðu voru 33,7% sem sögðu ákjósanlegast að mynduð yrði utanþingsstjórn, 21,7% vildu óbreytt stjórnarmynstur, 21,1% nefndu að mynduð yrðu samstjórn allra stjórnmálaflokka á Alþingi, 7,5% vildu að fleiri stjórnmálaflokkar kæmu að núverandi ríkisstjórn og 16,0% sögðu ákjósanlegast að mynduð yrði ný ríkisstjórn undir forystu annarra stjórnmálaflokka en nú sitja í ríkisstjórn.
Þannig kváðust að samanlögðu 49,7% þeirrar skoðunar að ákjósanlegast væri að mynduð yrði ríkisstjórn án forsætis núverandi stjórnarflokka (þ.e. ríkisstjórn undir forystu annarra flokka á þingi eða utanþingstjórn). Á hinn bóginn voru 50,3% á því að ríkisstjórnarmynstur með aðkomu núverandi stjórnarflokka væri ákjósanlegast við núverandi kringumstæður (þ.e. í óbreyttri mynd, með aðkomu annarra flokka eða samstjórn allra flokka).
Nokkur munur var á afstöðu svarenda eftir stuðningi við stjórnmálaflokka (ef gengið væri til Alþingiskosninga nú). Í grófum dráttum má sjá þrennskonar skiptingu. Í fyrsta lagi var afgerandi hluti stuðningsfólks stjórnarflokkanna (63%-68%) sem taldi ákjósanlegast að stjórnarflokkarnir sætu áfram í óbreyttri ríkisstjórn. Í öðru voru ekki nema 1-2% stuðningsfólks Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem töldu ákjósanlegast sé að núverandi ríkisstjórn sæti áfram óbreytt. Í þriðja lagi átti stuðningsfólk Hreyfingarinnar sem og þeir sem myndu kjósa aðra flokka, skila auðu eða voru óákveðnir það sammerkt að aðhyllast utanþingsstjórn umfram aðra kosti.
Niðurstöðurnar í heild: 1011_tilkynning_stjornarmynstur.pdf