MMR gerði fjölda kannana á fylgi stjórnmálaflokka í aðdraganda Alþingiskosninganna og var hin síðasta birt þann 25. apríl 2013. Skemmst er frá því að segja að niðurstöður könnunarinnar reyndust mjög nærri úrslitum kosninganna. Þá má til gamans geta þess að sú fáheyrða staða kom upp að könnun MMR mældi fylgi Sjálfstæðisflokksins nákvæmlega rétt upp á einn aukastaf (27,6%) og ekki munaði nema 0,1% á spá- og raunfylgi Samfylkingar.
Að meðaltali reyndist niðurstaða könnunar MMR 0,67 prósentustigum frá kosningafylgi flokkanna.
Helstu frávik í samanburði könnunarinnar og kosningaúrslitanna voru þau að Framsóknarflokkur fékk 2,0% meira fylgi en spáð var og Píratar fengu 2,4% minna fylgi en spáð var.
Þá var fylgni milli fylgisspár MMR og raunfylgis flokkanna r=0,99 (sem þýðir að skýra mætti 98,7% af endanlegri dreifingu atkvæða milli flokka út frá dreifingu atkvæða skv. könnun MMR).
Tölulegur samanburður á niðurstöðum kosninganna og síðustu könnunar MMR:1304_MMR_Alþingiskosningar_2013_uppgjör.pdf
Samanburð niðurstaðna kannana MMR við aðrar kosningar má sjá hér:
Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave 2011
Borgarstjórnarkosningar 2010
Upplýsingar um framkvæmd fylgiskönnunar MMR sem birt var 25. apríl 2013:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 1101 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 22. til 25. apríl 2013
Sjá nánar hér
Þróun milli mælinga:
Ekki var spurt um traust til Landsdóms í fyrri mælingum.