Kosningauppgjör

|

Niðurstöður könnunar MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna fyrir nýliðnar borgarstjórnarkosningar í Reykjavík vöktu mikla athygli; enda mældist Besti flokkurinn með nærri 36% fylgi og um leið stærsti flokkurinn. Skemmst er frá því að segja að niðurstöðurnar endurspegluðu kosningaúrslitin nær fullkomlega og reyndist skipting borgarfulltrúa milli framboðanna að afloknum kosningum nákvæmlega hin sama og spáð hafði verið var samkvæmt könnun MMR.

2010-06-08_161733

Helstu frávik í samanburði könnunarinnar og kosningaúrslitanna voru þau að Sjálfstæðisflokkur fékk 2,8% meira fylgi en spáð var og Vinstri grænir fengu 3,1% minna fylgi en spáð var. Að meðaltali reyndist niðurstaða könnunar MMR 1,2 prósentustigum frá kosningafylgi flokkanna.

Umfjöllun um könnunina, sem var unnin fyrir Borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins dagana 4-10. maí, má sjá t.d. á visir.is, eyjan.is, pressan.is og dv.is.

Tölulegur samanburður á niðurstöðum kosninganna og könnunarinnar:
Reykjavik_X_uppgjor.pdf

Lokaniðurstaða Capacent Gallup reyndist að meðaltali 1,7 prósentustigum frá kosningafylgi flokkanna og forspá um fulltrúafjölda gekk eftir.