fbpx

MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum.

 

MMR lagði könnun fyrir Íslendinga 18 ára og eldri og bað fólk um að spá fyrir um úrslit í leik karlalandsliða Hollands og Íslands í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi í kvöld. Þeim sem vildu spá gáfu til kynna væntingar þeirra um lyktir leiksins með markatölu.

|

MMR kannaði nýlega viðhorf Íslendinga til erlendra ferðamanna á Íslandi. Almennt séð voru Íslendingar jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum og töldu þá hafa haft jákvæð áhrif á efnahag landsins, atvinnutækifæri, íslenskt samfélag, sitt bæjarfélag, miðborg Reykjavíkur og fjölbreytni í verslun og þjónustu. Aftur á móti voru fleiri sem töldu að erlendir ferðamenn hafi haft neikvæð áhrif á íslenska náttúru en jákvæð.

|

MMR kannaði nýlega viðhorf Íslendinga til erlendra ferðamanna á Íslandi. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 80,0% vera jákvæð gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi og 7,5% sögðust vera neikvæð gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi.

|

MMR kannaði nýlega hvort Íslendingar ætluðu að ferðast innanlands eða utan í sumarfríinu. Færri sögðust ætla að ferðast innanlands í sumarfríinu í ár en í fyrra. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust 73,8% ætla að ferðast innanlands í sumarfríinu, þar af sögðust 42,4% aðeins ætla að ferðast innanlands í sumarfríinu. Til samanburðar sögðust 83,1% ætla að ferðast innanlands árið 2014 og 52,1% sögðust eingöngu ætla að ferðast innanlands sama ár.

|

MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 22. til 30. júlí 2015. Fylgi Pírata mældist nú 35,0%, borið saman við 33,2% í síðustu könnun (sem lauk 30. júní s.l.) og mælast með mest fylgi allra flokka á Íslandi.

|

MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 24. til 30. júní 2015. Fylgi Pírata mældist nú 33,2%, borið saman við 32,4% í síðustu könnun (sem lauk 24. júní s.l.) og mælast með mest fylgi allra flokka á Íslandi.

|

MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 16. til 24. júní 2015. Fylgi Pírata mældist nú 32,4%, borið saman við 34,5% í síðustu könnun (sem lauk 20. maí s.l.) og mælast með mest fylgi allra flokka á Íslandi.

|

MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 27. maí til 2. júní 2015. Fylgi Pírata mældist nú 34,5%, borið saman við 32,7% í síðustu könnun (sem lauk 20. maí s.l.) og mælast með mest fylgi allra flokka á Íslandi.

|

Samkvæmt mælingum MMR og Modernus varð veruleg aukning á síðuflettingum á fotbolta.net í maí 2015. Í apríl 2015 var vefnum fotbolti.net flett 1,3 milljón sinnum að meðaltali á viku en fjölgaði í 1,8 milljón flettingar í meðalviku í maí (innlend umferð eingöngu).

|

MMR kannaði nýlega afstöðu landsmanna til nokkurra þátta sem varða ríkisstjórnina, stjórnaraðstöðuna og Alþingi í heild. Þetta er í fjórða sinn sem könnunin er gerð, en áður hafði hún verið framkvæmd í þrígang í tíð síðustu ríkisstjórnar (í júlí 2010, 2011 og 2012).

|

MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 15. til 20. maí 2015. Fylgi Pírata mældist nú 32,7%, borið saman við 32,0% í síðustu könnun (sem lauk 21. apríl s.l.) og mælast með mest fylgi allra flokka á Íslandi.

|

MMR kannaði afstöðu fólks til þess hvort gera ætti neyslu kannabisefna löglega á Íslandi. Fleiri sögðust vera fylgjandi lögleiðingu á neyslu kannabisefna nú en í nóvember 2011. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 24,3% vera fylgjandi því að lögleiða neyslu kannabisefna, borið saman við 12,7% árið 2011.

|

MMR kannaði nýlega hvaða gæludýr væru algengust á heimilum á Íslandi og reyndust hundar og kettir vera í sérflokki. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 20% að hundur væri á heimilinu og 18% sögðu að köttur væri á heimilinu. Önnur algeng gæludýr á heimilum á íslandi voru fiskar (4%), fuglar (4%) og nagdýr (2%). Í heild reyndust þó gæludýr vera á minnihluta heimila á Íslandi - en 61% aðspurðra sögðu að ekki væri gæludýr á þeirra heimili.

|

MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 16. til 21. apríl 2015. Píratar hafa bætt við sig fylgi frá því í síðustu könnun (sem lauk 8. apríl s.l.) og mælast með mest fylgi allra flokka á Íslandi.

|

MMR kannaði álit almennings til persónueiginleika nokkurra stjórnmálaleiðtoga. Í könnuninni voru svarendur beðnir um að meta hvort nokkur persónueinkenni ættu við stjórnmálaleiðtogana eða ekki. Ef skoðuð eru svör þeirra sem tóku afstöðu má sjá að flestir töldu Katrínu Jakobsdóttur vera gædda þeim eiginleikum sem spurt var um. Meðal annars töldu 48% Katrínu standa við eigin sannfæringu, 47% töldu Katrínu vera heiðarlega og 36% töldu hana gædda persónutöfrum.

|

MMR mældi á dögunum traust almennings til forystufólks í stjórnmálum. Flestir sögðust bera mikið traust til Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands (48,5%), Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs (46,7%), Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra (37,0%) og Birgittu Jónsdóttur, kapteins Pírata (32,3%). Annað forystufólk í stjórnmálum sem könnunin náði til naut mikils trausts um eða undir fjórðungs þeirra sem tóku afstöðu.

|

kosningar-logoMMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 13. til 18. mars 2015. Píratar hafa bætt við sig miklu fylgi frá því í síðustu könnun (sem lauk 19. febrúar s.l.) og mælast nú með mest fylgi allra flokka á Íslandi (munur á fylgi Pírata og Sjálfstæðisflokksins er þó innan tölfræðilegra vikmarka).

|

althingiMMR kannaði á dögunum afstöðu almennings til þess hvaða stjórnmálaflokk sem er með þingmenn á Alþingi það myndi síst vilja hafa í ríkisstjórn. Flestir sögðust síst vilja hafa Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn eða 38,9%. 16,6% sögðust síst vilja hafa Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn, 15,1% sögðust síst vilja hafa Samfylkinguna, 13,6% sögðust síst vilja hafa Vinstri-græn. 12,3% sögðust síst vilja hafa Pírata og 3,6% sögðust síst vilja hafa Bjarta framtíð (miðað við þriggja mánaða rúllandi meðaltal).

|

kosningar-logoMMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 13. til 19. febrúar 2015. Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 36,4% en mældist 34,1% í síðustu mælingu (sem lauk þann 29. janúar s.l.) og 34,8% um miðjan janúar s.l. (lauk 14. janúar).

|
Síða 15 af 27
Almennt um birtar niðurstöður kannana MMR
MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum. Kannanir MMR eru unnar samkvæmt siðareglum ESOMAR.
 
Notkun á efni heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er skýrt getið í heimildum um uppruna gagnanna.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.
MMR er skrásett vörumerki Markaðs og miðlarannsókna ehf.