MMR kannaði nýlega afstöðu landsmanna til nokkurra þátta sem varða ríkisstjórnina, stjórnaraðstöðuna og Alþingi í heild. Þetta er í fjórða sinn sem könnunin er gerð, en áður hafði hún verið framkvæmd í þrígang í tíð síðustu ríkisstjórnar (í júlí 2010, 2011 og 2012).

Í könnuninni nú kom fram að 65,4% sögðust frekar eða mjög sammála því að ríkisstjórnin leggi meiri áherslu á afkomu banka en heimilanna í landinu. 34,6% sögðust frekar eða mjög sammála því að stjórnarandstaðan myndi stjórna landinu betur en ríkisstjórnin. 14,7% sögðust frekar eða mjög sammála því að Alþingi stæði vörð um hagsmuni almennings.

 

1505 adgerdir 01

Spurt var: Hversu sammála eða ósammála ert þú eftirfarandi fullyrðingum?
-
Ríkisstjórnin leggur meiri áherslu á afkomu bankaen heimilanna í landinu
-Alþingi stendur vörð um hagsmuni almennings
-Stjórnarandstaðan myndi stjórna landinu betur en ríkisstjórnin
Svarmöguleikar voru: mjög ósammála, frekar ósammála, bæði og/hvorki né, frekar sammála, mjög sammála og veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku á bilinu 89,9 til 94,3% afstöðu til spurningarinnar.

 

Munur á afstöðu milli hópa

Konur voru líklegri en karlar til að vera sammála því að ríkisstjórnin leggi meiri áherslu á afkomu banka en heimila í landinu (71,8% kvenna og 60,1% karla) og að alþingi standi vörð um hagsmuni almennings (41,4% kvenna og 29,3% karla).

Þeir sem tilheyrðu yngsta aldurshópnum (18 til 29 ára) voru líklegri til að vera sammála því að stjórnarandstaðan myndi stjórna landinu betur en ríkisstjórnin en þeir sem eldri eru. Þannig sögðust 43,5% þeirra sem tilheyrðu aldurshópnum 18-29 ára vera sammála því að stjórnarandstaðan myndi stjórna landinu betur en ríkisstjórnin, borið saman við 29,3% þeirra sem tilheyrðu aldurshópnum 50 til 67 ára.

Þeir sem tilheyrðu tekjuhæsta hópnum (milljón á mánuði í heimilistekjur eða meira) voru líklegri en þeir sem hafa lægri tekjur til að telja að Alþingi standi vörð um hagsmuni almennings. Þannig sögðust 22,6% þeirra sem tilheyrðu tekjuhópnum milljón á mánuði eða meira vera sammála því að Alþingi standi vörð um hagsmuni almennins, borið saman við 8,1% þeirra sem tilheyrðu tekjuhópnum 400-599 þúsund krónur á mánuði í heimilistekjur.

32,0% þeirra sem styðja ríkisstjórnina sögðust sammála því að ríkisstjórnin leggi meiri áherslu á afkomu banka en heimilanna í landinu.

56,4% þeirra sem ekki styðja ríkisstjórnina telja að stjórnarandstaaðan myndi stjórna landinu betur en ríkisstjórnin.

36,2% þeirra sem styðja ríkisstjórnina sögðust vera sammála því að Alþingi standi vörð um hagsmuni almennnings.

 

1505 adgerdir 02a

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 932 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 15. til 20. maí 2015

Eldri kannanir sama efnir:

2012 júlí: MMR könnun: Könnun á afstöðu almennings til stjórnvalda
2011 júlí: MMR könnun: Könnun á afstöðu almennings til stjórnvalda
2010 júlí: MMR könnun: Könnun á afstöðu almennings til stjórnvalda

Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.

Þróun milli mælinga:

Ekki var spurt um traust til Landsdóms í fyrri mælingum.