MMR kannaði afstöðu fólks til þess hvort gera ætti neyslu kannabisefna löglega á Íslandi. Fleiri sögðust vera fylgjandi lögleiðingu á neyslu kannabisefna nú en í nóvember 2011. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 24,3% vera fylgjandi því að lögleiða neyslu kannabisefna, borið saman við 12,7% árið 2011.

 

1505 Kannabis 01

Spurt var: Hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ert þú því að neysla kannabisefna verði gerð lögleg á Íslandi?
Svarmöguleikar voru: mjög andvíg(ur), frekar andvíg(ur), frekar fylgjandi, mjög fylgjandi og veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku 89,0% afstöðu til spurningarinnar.

 

Munur á afstöðu milli hópa

Karlar voru frekar hlynntir því að neysla kannabisefna yrði gerð lögleg á Íslandi en konur. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 31,4% karla vera fylgjandi lögleiðingu á neyslu kannabisefna, borið saman við 16,5% kvenna.

Stuðningur við lögleiðingu á neyslu kannabisefna fór minnkandi með hærri aldri. Þannig sögðust 42,6% þeirra sem tilheyrðu yngsta aldurshópnum (18-29 ára) vera fylgjandi lögleiðingu á neyslu kannabisefna, borið saman við 22,6% þeirra sem tilheyrðu aldurshópnum 30-49 ára, 14,6% þeirra sem tilheyrðu aldurshópnum 50-67 ára og 3,0% þeirra sem tilheyrðu elsta aldurshópnum (68 ára og eldri).

Þeir sem höfðu lægri heimilistekjur voru líklegri til að vera fylgjandi lögleiðingu á neyslu kannabisefna en þeir sem höfðu hærri heimilistekjur. Þannig sögðust 44,3% þeirra sem tilheyrðu lægsta tekjuhópnum (heimilistekjur undir 250 þúsund krónur á mánuði) vera fylgjandi lögleiðingu á neyslu kannbisefna, borið saman við 23,6% þeirra sem tilheyrðu hæsta tekjuhópnum (heimilistekjur yfir milljón á mánuði).

Þeir sem ekki sögðust styðja ríkisstjórnina voru líklegri til að vera fylgjndi lögleiðingu á neyslu kannabisefna en þeir sem sögðust styðja ríkisstjórnina. Þannig sögðust 28,0% þeirra sem ekki studdu ríkisstjórnina vera fylgjandi lögleiðingu á neyslu kannabisefna á Íslandi, borið saman við 12,9% þeirra sem studdu ríkisstjórnina.

Þeir sem sögðust styðja Pírata voru líklegri en þeir sem studdu aðra flokka til að vera fylgjandi lögleiðingu á neyslu kannabisefna á Íslandi. Af þeim sem tóku afstöðu og sögðust styðja Pírata voru 46,2% fylgjandi því að lögleiða Kannabisefni, borið saman við 11,2% þeirra sem studdu Vinstri-græn.

 

1505 Kannabis 03a

1505 Kannabis 02

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára  og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 1001 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 16. til 21. apríl 2015

Eldri kannanir sama efnir:

2011 nóvember: MMR könnun: Afstaða til lögleiðingar á neyslu kannabisefna á Íslandi
2010 nóvember: MMR könnun: Afstaða til lögleiðingar á neyslu kannabisefna á Íslandi

Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.

Þróun milli mælinga:

Ekki var spurt um traust til Landsdóms í fyrri mælingum.