MMR kannaði nýlega fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina. Samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem framkvæmd var dagana 15. til 22. júlí mældust Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi. Fylgi Pírata mældist nú 26,8%, borið saman við 24,3% í síðustu könnun (sem lauk 4. júlí) og Sjálfstæðisflokkurinn mældist nú með 24,0% fylgi, borið saman við 25,3% í síðustu könnun.
Fréttir (birtar niðurstöður)
MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum.
Íslendingar ferðast í auknu mæli utanlands í sumarfríinu
MMR kannaði nýlega hvort Íslendingar ætluðu að ferðast innanlands eða utan í sumarfríinu. Íslendingar sögðust í auknum mæli ætla að ferðast til útlanda í sumarfríinu á kostnað ferðalaga innanlands. Ekki hafa fleiri sagst ætla að ferðast utanlands í sumarfríinu frá því að mælingar hófust í júní 2011. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 49,6% ætla að ferðast utanlands í sumarfríinu og þar af sögðust 14,4% eingöngu ætla að ferðast utanlands. Til samanburðar sögðust 35,2% ætla að ferðast utanlands árið 2013 og þar af sögðust 7,1% eingöngu ætla að ferðast utanlands sama ár.
Íslendingar snjallsímavæddir
Niðurstöður farsímakönnunar MMR benda til þess að snjallsímaeign Íslendinga hafi tekið stakkaskiptum. Hlutfall snjallsíma hefur aukist verulega og hefur hlutfall Íslendinga sem eiga snjallsíma til að mynda aukist um 10% á síðastliðnum 16 mánuðum. Þannig má sjá að í maí 2016 sögðust 86,7% eiga snjallsíma, borið saman við 76,9% í febrúar 2015.
Guðni 52% - Halla 48%
Þann 25. júní 2016 gengu Íslendingar í kjörklefana og kusu sinn sjötta forseta í sögu lýðveldisins. Guðni Th. Jóhannesson var réttkjörinn forseti Íslands og hlaut 39,1% atkvæða. Næst hlutskörpust reyndist Halla Tómasdóttir sem hlaut 27,9% atkvæða. Til gamans ákvað MMR að athuga hvern Íslendingar væru líklegastir til að kjósa sem forseta ef að haldin yrði önnur umferð í forsetakosningum þar sem valið stæði á milli tveggja efstu frambjóðendanna.
Hreyfing á fylgi flokka
Nokkur hreyfing hefur verið verið á fylgi flokka síðustu misserin. Samkvæmt nýjustu könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina sem framkvæmd var á tímabilinu 27. júní til 4. júlí 2016 mældist fylgi Sjálfstæðisflokksins nú 25,3%, borið saman við 21,3% í síðustu könnun og fylgi Pírata mældist nú 24,3%, borið saman við 27,0% í síðustu könnun (sem lauk þann 16. júní síðastliðinn).
Breytingar á stuðningi við forsetaframbjóðendur
Dagana 26. maí til 1. júní kannaði MMR fylgi þeirra einstaklinga sem eru í framboði til kjörs forseta Íslands 25. júní næstkomandi. Niðurstöður leiddu í ljós nokkrar breytingar frá síðustu könnun MMR sem lauk þann 20. maí síðastliðinn. Guðni Th. Jóhannesson heldur töluverðri forystu með 56,6% fylgi sem er þó 9 prósentustigum minna fylgi en hann mældist með síðast. Fylgi Davíðs Oddssonar mældist nú 20,1% sem er aukning um 2 prósentustig. Fylgi Andra Snæs Magnasonar mældist 10,9% sem er óbreytt frá síðustu könnun. Stuðningur við Höllu Tómasdóttur eykst hins vegar og fer úr 2,2% í 6,9%. Stuðingur við Sturlu Jónsson mældist 2,2%. Aðrir frambjóðendur mældust samanlagt með 3,3% fylgi.
Guðni fengi um tvo þriðju hluta atkvæða
Dagana 12. til 20. maí kannaði MMR fylgi þeirra einstaklinga sem höfðu tilkynnt forsetaframboð. Niðurstöður leiddu í ljós að Guðni Th. Jóhannesson heldur töluverðri forystu með 65,6% fylgi. Fylgi Davíðs Oddssonar mældist 18,1% sem er nokkur aukning frá síðustu mælingu (en tekið skal fram að 3/4 hlutar gagnaöflunar vegna síðustu könnunar hafði verið lokið þegar Davíð tilkynnti um framboð sitt). Fylgi Andra Snæs Magnasonar mældist 11,0% og fylgi Höllu Tómasdóttur 2,2%. Aðrir frambjóðendur mældust samanlagt með 3,0% fylgi.
Almenn ánægja með störf Ólafs Ragnars Grímssonar
MMR hefur með reglulegu millibili kannað ánægju Íslendinga með störf forseta. Í síðustu könnun sem framkvæmd var dagana 6. - 9. maí kom í ljós að almennt ríkir ánægja með störf forseta, en 59,3% þátttakenda kváðust vera ánægð með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, en 19,8% kváðust vera óánægð.
Meirihluti Íslendinga andvígur inngöngu í Evrópusambandið
Dagana 6. til 9. maí kannaði MMR afstöðu almennings gagnvart því að Ísland gangi í Evrópusambandið (ESB). Í ljós kom að yfir helmingur svarenda (51,4%) kváðust andvígir eða mjög andvígir því að Ísland gangi í Evrópusambandið, en rétt rúmlega fjórðungur (27,1%) svarenda sögðust hlynntir eða mjög hlynntir því að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Fylgi Ólafs Ragnars minnkar um helming
Dagana 6. til 9. maí kannaði MMR fylgi þeirra einstaklinga sem höfðu tilkynnt forsetaframboð. Niðurstöður leiddu í ljós að Guðni Th. Jóhannesson hefur mikla forystu með 59,2% fylgi. Sitjandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, kom þar á eftir með 25,3% fylgi, en fylgi hans hefur minnkað um rúm 27 prósentustig frá síðustu könnun sem gerð var í lok apríl, þegar hann mældist með 52,6% fylgi. Fylgi Andra Snæs Magnasonar hefur einnig minnkað um yfir 20 prósentustig frá síðustu könnun og mældist nú með 8,5% fylgi. Taka skal fram að Davíð Oddsson tilkynnti um framboð sitt þegar um 3/4 hluta gagnaöflunarinnar hafið verið lokið, en Davíð Oddssyni var bætt við sem svarmöguleika í könnuninni um leið og hann tilkynnti um framboð sitt. Því fengu 27% svarenda Davíð Oddsson sem svarmöguleika.
Fylgi Pírata lækkaði um tæp 7% milli mælinga
MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina dagana 22. til 26. apríl. Niðurstöðurnar sýna minnkun á fylgi Pírata um 6,8 prósentustig síðan í síðustu mælingu sem gerð var dagana 4. til 5. apríl. Á móti jókst fylgi Sjálfstæðisflokksins um 2,9 prósentustig og fylgi Framsóknar um 2,8 prósentustig. Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 32,9% sem er um 7 prósentustigum meira en í síðustu mælingu.
Fylgi forsetaframbjóðenda
Dagana 22. til 26. apríl kannaði MMR fylgi þeirra einstaklinga sem höfðu tilkynnt forsetaframboð. Niðurstöður leiddu í ljós að sitjandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, hafði nokkuð forskot með 52,6% fylgi, en Andri Snær Magnason (29,4% fylgi) var sá sem næst komst Ólafi. Halla Tómasdóttir mældist með 8,8% fylgi, en fylgi annarra frambjóðenda mældist undir 2%.
Ánægja með störf forseta sjaldan mælst meiri
MMR hefur með reglulegu millibili kannað ánægju Íslendinga með störf forseta. Í síðustu könnun sem framkvæmd var dagana 4. - 5. apríl kom í ljós að ánægja með störf forseta hefur sjaldan verið meiri, en 60,7% þátttakenda kváðust vera ánægð með störf Ólafs Ragnars Grímssonar.
Skiptar skoðanir á lögleiðingu kannabis eftir samfélagshópum
MMR kannaði afstöðu fólks til þess hvort gera ætti neyslu kannabisefna löglega á Íslandi. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 23,2% vera fylgjandi því að lögleiða neyslu kannabisefna, en 76,8% sögðust vera andvíg. Í ljós kom að mikill munur er á afstöðu til lögleiðingar kannabis eftir samfélagshópum, sér í lagi ef litið er til aldurs, kyns og stuðnings við stjórnmálaflokka.
Framsókn næst minnsti flokkurinn á þingi
MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina 4. til 5. apríl 2016. Niðurstöðurnar sýna minnkun á fylgi Framsóknar um tæp fjögur prósentustig milli mælinga og mælist flokkurinn nú með minna fylgi heldur en Samfylkingin og Vinstri-grænir. Vinstri-grænir bæta við sig fylgi sem nemur 3,5 prósentustigum frá síðustu könnun. Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 26,0%, sem er 6,4 prósentustigum minna en í síðustu mælingu sem fram fór um miðjan marsmánuð. Stuðningur við ríkissjórnina hefur ekki mælst lægri á þessu kjörtímabili.
10% landsmanna bera mikið traust til Sigmundar Davíðs
MMR mældi dagana 4. til 5. apríl traust almennings til forystufólks í stjórnmálum. Flestir sögðust bera mikið traust til Katrínar Jakbobsdóttur, formanns Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs (59,2%) og Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands (54,5%). Einungis 10,1% sögðust bera mikið traust til Sigmundar Davíðs, forsætisráðherra, en 21,7% kváðust bera mikið traust til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra.
Samfylkingin og VG mælast með jafnt fylgi
MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 23. febrúar til 1. mars 2016. Samkvæmt könnuninni þá mælist fylgi Pírata nú 37% sem er minnkun um 1,6 prósentustig frá síðustu könnun (sem lauk þann 10. febrúar síðastliðinn). Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna mælist nú 36,2% og þokast heldur upp á við frá síðustu könnun. Breytingar á fylgi flokka voru í öllum tilfellum innan vikmarka frá síðustu könnun.
Þriðjungur Íslendinga búa á heimili með áskrift að Netflix
MMR kannaði algengi Netflix áskriftar á íslenskum heimilum á dögunum. Í ljós kom að þriðjungur Íslendinga búa á heimili með áskrift hjá Netflix og 7,5% til viðbótar áætluðu að áskrift yrði keypt á næstu 6 mánuðum.
Píratar með 36% fylgi - Ríkisstjórnarflokkarnir með 33%
MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 27. janúar til 1. febrúar 2016. Samkvæmt könnuninni þá mælist fylgi Pírata nú 35,6% sem er minnkun um 2,2 prósentustig frá síðustu könnun (sem lauk þann 20. janúar síðastliðinn). Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna mælist nú 33,3% og þokast heldur upp á við frá síðustu könnun. Breytingar á fylgi flokka voru í öllum tilfellum innan vikmarka frá síðustu könnun.
Aukinn stuðningur við listamannalaun
MMR kannaði viðhorf Íslendinga til þess að ríkið greiði listamannalaun. Af þeim sem tóku afstöðu voru 53,2% sem sögðust fylgjandi því að ríkið greiði út listamannalaun en 46,8% sögðust andvíg því að ríkið greiddi listamannalaun. Hlutfall þeirra sem eru fylgjandi því að ríkið greiði listamannalaun hefur aukist um yfir 7% frá febrúar 2013 og yfir 14% frá mars 2010.
Fylgi Pírata eykst
MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 12. til 20. janúar 2016. Samkvæmt könnuninni þá jókst fylgi Pírata um 2,6 prósentustig frá meðaltali kannana MMR í desember síðastliðnum og mældist nú 37,8%. Fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur farið minnkandi síðustu tvær kannanir á sama tíma og fylgi Samfylkingar og Bjartrar framtíðar hefur verið sveiflukennt og fylgi Vinstri grænna hefur þokast upp á við. Breytingar á fylgi flokka voru í öllum tilfellum innan vikmarka frá síðustu könnun.
MMR er skrásett vörumerki Markaðs og miðlarannsókna ehf.