MMR kannaði viðhorf Íslendinga til þess að ríkið greiði listamannalaun. Af þeim sem tóku afstöðu voru 53,2% sem sögðust fylgjandi því að ríkið greiði út listamannalaun en 46,8% sögðust andvíg því að ríkið greiddi listamannalaun. Hlutfall þeirra sem eru fylgjandi því að ríkið greiði listamannalaun hefur aukist um yfir 7% frá febrúar 2013 og yfir 14% frá mars 2010.
Spurt var: „Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að ríkið greiði listamannalaun?“ Svarmöguleikar voru: „Mjög fylgjandi“, „Frekar fylgjandi“, „Frekar andvíg(ur)“ og „Mjög andvíg(ur)“. Samtals tóku 86,2% afstöðu spurningarinnar.
Skiptar skoðanir eftir kyni, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Viðhorf til listamannalauna eru mjög breytileg eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Sem dæmi eru 77% þeirra sem styðja Framsókn og 68% þeirra sem styðja Sjálfstæðisflokkinn andvíg listamannalaunum, en á hinn bóginn eru 80% þeirra sem styðja Samfylkinguna eða Vinstri græna fylgjandi því að ríkið greiði út listamannalaun.
Þegar afstaða lýðfræðilegra hópa er borin saman kemur í ljós að fólk sem er yngra en þrjátíu ára og er búsett á höfuðborgarsvæðinu er líklegra til að vera fylgjandi listamannalaunum. Þar að auki eru heimili með milljón eða meira í mánaðartekjur líklegri til að vera fylgjandi listamannalaunum en tekjulægri hópar.
Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 922 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 12. janúar til 20. janúar 2016
Eldri kannanir sama efnis:
2013 febrúar: MMR könnun á viðhorfi almennings til þess að ríkið greiði listamannalaun
2010 mars: MMR könnun á viðhorfi almennings til þess að ríkið greiði listamannalaun
Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.
Þróun milli mælinga:
Ekki var spurt um traust til Landsdóms í fyrri mælingum.