MMR kannaði algengi Netflix áskriftar á íslenskum heimilum á dögunum. Í ljós kom að þriðjungur Íslendinga búa á heimili með áskrift hjá Netflix og 7,5% til viðbótar áætluðu að áskrift yrði keypt á næstu 6 mánuðum.
Spurt var: „Ert þú eða einhver á þínu heimili með áskrift að Netflix?". Svarmöguleikar voru: „Já", „Nei - en áskrift að Netflix verður keypt á næstu 6 mánuðum“ og „Nei“.
Samtals tóku 99,1% afstöðu til spurningarinnar.
Algengi Netflix áskriftar misjafnt eftur aldurs- og tekjuhópum
Algengi Netflix áskriftar var misjafnt eftir lýðfræðihópum, sér í lagi eftir aldri. Til dæmis voru heimili 46,1% þeirra sem voru 18-29 ára með Netflix áskrift, en einungis um 7,7% heimila þeirra sem voru 68 ára og eldri. Tekjuhærri hópar voru einnig líklegri til að hafa Netflix áskrift heldur en tekjulægri hópar. Einnig vekur athygli að stuðningsmenn Framsóknar og Vinstri-grænna voru mun ólíklegri til að hafa Netflix áskrift heldur en stuðningsmenn annarra flokka.
Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 922 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 12. janúar til 20. janúar 2016
Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.
Þróun milli mælinga:
Ekki var spurt um traust til Landsdóms í fyrri mælingum.