MMR kannaði afstöðu fólks til þess hvort gera ætti neyslu kannabisefna löglega á Íslandi. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 23,2% vera fylgjandi því að lögleiða neyslu kannabisefna, en 76,8% sögðust vera andvíg. Í ljós kom að mikill munur er á afstöðu til lögleiðingar kannabis eftir samfélagshópum, sér í lagi ef litið er til aldurs, kyns og stuðnings við stjórnmálaflokka.

1604 kannabis mynd01

Spurt var: Hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ert þú því að neysla kannabisefna verði gerð lögleg á Íslandi?
Svarmöguleikar voru: mjög andvíg(ur), frekar andvíg(ur), frekar fylgjandi, mjög fylgjandi og veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku 92,9% afstöðu til spurningarinnar.

Munur á afstöðu milli hópa

Karlar eru mun hlynntari því að neysla kannabisefna verði gerð lögleg á Íslandi en konur. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 31,1% karla vera fylgjandi lögleiðingu á neyslu kannabisefna, borið saman við 15,1% kvenna.

Stuðningur við lögleiðingu á neyslu kannabisefna eru mun meiri hjá yngri aldurshópum. 41,3% þeirra sem tilheyrðu yngsta aldurshópnum (18-29 ára) sögðust vera fylgjandi lögleiðingu á neyslu kannabisefna, borið saman við 25,9% þeirra sem tilheyrðu aldurshópnum 30-49 ára, 10,2% þeirra sem tilheyrðu aldurshópnum 50-67 ára og 4,8% þeirra sem tilheyrðu elsta aldurshópnum (68 ára og eldri).

Að lokum má benda á að fólk sem styður Pírata er mun líklegra til að vera fylgjandi lögleiðingu kannabis, en 44,7% stuðningsmanna flokssins sögðust fylgjandi lögleiðingu kannabis, á meðan stuðningsmenn Framsóknar og Samfylkingarinnar voru andvígastir lögleiðingu kannabis. 

1604 kannabis mynd02

1604 kannabis mynd03

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára  og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 987 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 4. til 5. apríl 2016

Eldri kannanir sama efnis:

2015 apríl: MMR könnun: Afstaða til lögleiðingar á neyslu kannabisefna á Íslandi
2011 nóvember: MMR könnun: Afstaða til lögleiðingar á neyslu kannabisefna á Íslandi
2010 nóvember: MMR könnun: Afstaða til lögleiðingar á neyslu kannabisefna á Íslandi