fbpx

MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum.

 

Nýleg könnun MMR sýnir að fjórir af hverjum fimm Íslendingum hafa notað farsíma undir stýri síðastliðna 12 mánuði, en rannsóknir hafa bent til þess að mikil tengsl séu á milli notkunar farsíma undir stýri og umferðaróhappa.
Sem dæmi má nefna að samkvæmt úttekt The American Safety Council frá árinu 2013 komu símtöl eða skilaboðaskrif í farsíma við sögu í að lágmarki 26% árekstra í Bandaríkjunum.

|

Samkvæmt nýrri könnun MMR mælist Sjálfstæðisflokkurinn (26,0% fylgi) stærstur flokka. Vinstri-grænir koma næst á eftir með 20,7% fylgi, sem samsvarar 4,5 prósentustiga fylgisaukningu frá síðustu mælingu sem lauk 28. október síðastliðinn. Píratar mælast nú með 11,9% fylgi, sem er um 8,6 prósentustigum minna en í síðustu mælingu.

|

Síðasta könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka fyrir Alþingiskosningarnar um síðustu helgi fór nokkuð nærri úrslitum kosninganna og skeikaði að meðaltali 1,3 prósentustigum á könnuninni og endanlegu fylgi flokkanna sem buðu fram.

|

Samkvæmt könnun MMR sem fram fór dagana 26. til 28. október mældist Sjálfstæðisflokkurinn stærstur flokka með 24,7% fylgi, sem er tæpum þremur prósentustigum meira en hann mældist með í síðustu könnun sem lauk 26. október (21,9% fylgi). Píratar koma næst á eftir með 20,5% fylgi sem er ívið hærra en fylgi þeirra í síðustu könnun (19,1%).

|

Samkvæmt könnun MMR sem fram fór dagana 19. til 26. október mælist Sjálfstæðisflokkurinn (21,9% fylgi) stærstur flokka. Píratar koma næst á eftir með 19,1% fylgi og Vinstri-grænir þar á eftir með 16,0% fylgi.

|

Svo virðist sem lítil breyting sé á afstöðu landans til þess hvort mismunandi trúfélög fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi. Þetta er meðal þess sem sjá má út úr nýjustu könnun MMR um málefnið. 
Líkt og í fyrri könnunum kváðust flestir svarendur hlynntir því að Þjóðkirkjan fái að reisa trúarbyggingar á Íslandi. Meirihluti svarenda var hlynntur því að Ásatrúarfélagið fái að reisa trúarbyggingar á Íslandi en færri voru hlynntir því að Búddistafélagið, Rússneska rétttrúnaðarkirkjan eða Félag múslima fái að reisa trúarbyggingar. Sé litið til eldri mælinga má sjá að þeim sem hlynntir eru að Þjóðkirkjan fái að reisa trúarbyggingar á Íslandi hefur farið fækkandi síðan mælingar hófust árið 2013.

|

Samkvæmt nýrri könnun MMR mælist Sjálfstæðisflokkurinn (21,4% fylgi) stærstur flokka. Píratar koma næst á eftir með 19,6% fylgi en Píratar mældust stærsti flokkurinn í síðustu könnun MMR (21,6%) sem lauk 26. september síðastliðinn.

|

Í könnun MMR var spurt hvort svarendur gætu að fyrra bragði nefnt einhvern einstakling í samfélaginu sem það teldi öðrum fremur vera eða geta orðið sameiningartákn fyrir þjóðina. Könnunin var áður framkvæmd í september árið 2009 og þá vakti athygli hve fáir gátu nefnt slíkan einstakling - en eingöngu 1% svarenda nefndu þáverandi forseta, Ólaf Ragnar Grímsson, sem sameiningartákn þjóðarinnar. Öllu fleiri, eða 15,4%, nefndu sitjandi forseta, Guðna Th. Jóhannesson, sem sameiningartákn þjóðarinnar nú.

|

MMR kannaði viðhorf Íslendinga gagnvart úthlutun ókeypis lóða til trúfélaga til að byggja trúarbyggingar. Alls sögðust 75,9% svarenda vera andvíg og þar af 48,3% mjög andvíg. Einungis 8% sögðust vera fylgjandi. Hlutfall þeirra sem sögðust vera andvíg hækkaði milli ára en hlutfall fylgjandi stóð í stað.

|

Samkvæmt nýrri könnun MMR mælast Píratar (21,6% fylgi) og Sjálfstæðisflokkurinn (20,6% fylgi) stærstir flokka þó fylgi beggja dali lítillega frá síðustu könnun (þó innan vikmarka). 

|

Dagana 20. til 26. september kannaði MMR viðhorf Íslendinga gagnvart búvörusamningunum sem samþykktir voru á Alþingi þann 13. september síðastliðinn. Í ljós kom að 62,4% svarenda sögðust vera andvígir búvörusamningunum en 16,3% sögðust vera fylgjandi.

|

Munið þið eftir unisex klósettunum í Ally McBeal þáttunum sem settu hálfan heiminn í uppnám um síðustu aldamót?
Jæja, umræðan lifir og MMR þótti ekki seinna vænna en að skella í könnun meðal landsmanna um afstöðu til málefnisins.

|

MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 12. til 19. september. Samkvæmt niðurstöðum mældust Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar með jafn mikið fylgi - eða 22,7% hvor flokkur fyrir sig. 

|

MMR kannaði nýlega hvort Íslendingar hefðu prófað snjallsímaleikinn Pokémon Go. Kváðust 20,7% Íslendinga hafa spilað leikinn og þar af spila 6,4% reglulega. Meðal yngstu svarenda (18-29 ára) var þó nærri helmingur (48,2%) sem hafði prófað leikinn og þar af voru tæplega 16% sem sögðust spila leikinn reglulega.

|

Í nýlegri könnun MMR kom í ljós að stór meirihluti Íslendinga telur komu erlendra ferðamanna hingað til lands hafi einhver jákvæð áhrif á land og lýð. Þeim fer þó ört fjölgandi sem telja að koma erlendra ferðamanna hafi neikvæð áhrif, einkum á náttúru Íslands og miðborg Reykjavíkur, en heil 64% svarenda töldu að erlendir ferðamenn hefðu neikvæð áhrif á náttúru Íslands.

|

Í þessari fyrstu könnun sem framkvæmd var eftir að Guðni Th. Jóhannesson var kosinn í embætti forseta Íslands kemur í ljós að mikil ánægja ríkir með störf hans. Alls kváðust 68,6% þátttakenda vera ánægð með störf nýja forsetans og hefur ánægja með störf forseta ekki mælst jafn há frá því MMR hóf slíkar mælingar (í mars 2011). Einungis 6,4% kváðust vera óánægð með störf Guðna Th. sem forseta Íslands.

|

Íslendingar hafa ekki verið jafn ánægðir með sumarveðrið síðan árið 2010 samkvæmt nýrri könnun MMR. Svarendur voru spurðir hversu ánægðir eða óánægðir þeir voru með veðrið á Íslandi í sumar og sumarfríið sitt, en 94% svarenda sögðust vera ánægðir með veðrið á Íslandi í sumar og 89% sögðust vera ánægðir með sumarfríið sitt.

|

MMR kannaði nýlega fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina. Samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem framkvæmd var dagana 22. til 29. ágúst mældust Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar með mest fylgi. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 24,6%, borið saman við 24,0% í síðustu könnun (sem lauk 22. júlí). Píratar mældust nú með 22,4% fylgi, borið saman við 26,8% í síðustu könnun.

|

MMR hefur með reglulegu millibili kannað ánægju Íslendinga með störf Ólafs Ragnars Grímssonar sem forseta Íslands. Í síðustu könnun sem framkvæmd var dagana 15. til 22. júlí kom í ljós að almennt ríkir ánægja með störf forseta, en 62,4% þátttakenda kváðust vera ánægð með störf Ólafs Ragnars Grímssonar og í síðustu könnun þar á undan (sem lauk 4. júlí), sögðust 64,7% vera ánægð með störf forsetans.  

|

MMR kannaði nýlega viðhorf Íslendinga til erlendra ferðamanna á Íslandi. Þeim hefur fækkað nokkuð sem kváðust jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum frá því í júlí í fyrra. Þannig sögðust 67,7% vera jákvæð gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi nú, borið saman við 80,0% í júlí 2015. 

|
Síða 12 af 27
Almennt um birtar niðurstöður kannana MMR
MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum. Kannanir MMR eru unnar samkvæmt siðareglum ESOMAR.
 
Notkun á efni heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er skýrt getið í heimildum um uppruna gagnanna.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.
MMR er skrásett vörumerki Markaðs og miðlarannsókna ehf.