Síðasta könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka fyrir Alþingiskosningarnar um síðustu helgi fór nokkuð nærri úrslitum kosninganna og skeikaði að meðaltali 1,3 prósentustigum á könnuninni og endanlegu fylgi flokkanna sem buðu fram.
Helstu frávik voru að fylgi Pírata var ofmetið um sex prósentustig á saman tíma og fylgi Sjálfstæðisflokksins var vanmetið 4,3 prósentustig. Reikna má með að munurinn þarna á milli skírist að stórum hluta af kjörsókn enda nýtur Sjálfstæðisflokkurinn, öfugt við Pírata, hlutfallslega mests stuðnings meðal eldri kjósenda sem gengumsneitt eru líklegri til að skila sér á kjörstað. Fylgi hinna flokkanna tíu sem buðu fram mældist að meðaltali 0,5 prósentustigum frá niðurstöðum kosninganna.
Þá var fylgni milli fylgisspár MMR og raunfylgis flokkanna r=0,96 (sem uppreiknað þýðir að skýra mætti 92% af endanlegri dreifingu atkvæða milli flokka út frá dreifingu atkvæða skv. könnun MMR).
Tölulegur samanburður á niðurstöðum kosninganna og síðustu könnunar MMR:
1610_MMR_Alþingiskosningar_2016_uppgjör.pdf
Upplýsingar um framkvæmd fylgiskönnunar MMR sem birt var 28. október 2016:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR.
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 958 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 26. til 28. október 2016
Sjá nánar hér.