Í nýlegri könnun MMR kom í ljós að stór meirihluti Íslendinga telur komu erlendra ferðamanna hingað til lands hafi einhver jákvæð áhrif á land og lýð. Þeim fer þó ört fjölgandi sem telja að koma erlendra ferðamanna hafi neikvæð áhrif, einkum á náttúru Íslands og miðborg Reykjavíkur, en heil 64% svarenda töldu að erlendir ferðamenn hefðu neikvæð áhrif á náttúru Íslands.
Langflest þeirra sem spurð voru töldu erlenda ferðamenn hafa jákvæð áhrif á efnahag landsins (90%) og atvinnutækifæri (78%). Aftur á móti töldu einungis 16% svarenda að ferðamenn hefðu jákvæð áhrif á náttúru Íslands. Hlutfall þeirra sem töldu erlenda ferðamenn hafa neikvæð áhrif á náttúru Íslands hækkaði um 13 prósentustig milli áranna 2015 og 2016. Alls töldu nú 64% svarenda að erlendir ferðamenn hefðu neikvæð áhrif á náttúru Íslands.
Þrátt fyrir að 62% svarenda töldu erlenda ferðamenn hafa jákvæð áhrif á sitt bæjarfélag voru einungis 54% sem töldu erlenda ferðamenn hafa haft jákvæð áhrif á miðborg Reykjavíkur. Það er 14 prósentustigum minna en í síðustu könnun.

mjög jákvæð áhrif og veit ekki/vil ekki svara.
Niðurstöður sýna fjölda þeirra sem tóku afstöðu til a.m.k. einnar spurningar, en svarhlutfallið var 98,5%.

Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 949 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 22. ágúst til 29. ágúst 2016
Eldri kannanir sama efnis:
2015 júlí: MMR könnun á viðhorfum gagnvart samfélagslegum áhrifum erlendra ferðamanna