MMR lagði könnun fyrir Íslendinga 18 ára og eldri og bað fólk um að spá fyrir um úrslit í leik karlalandsliða Hollands og Íslands í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi í kvöld. Þeim sem vildu spá gáfu til kynna væntingar þeirra um lyktir leiksins með markatölu.
Algengustu gildin fyrir markatölu reyndust vera 2 mörk fyrir Holland (34,0%) og 1 mark fyrir Ísland (46,4%). Þá var stærstur hluti svarenda, eða 47,8% þeirra sem tóku afstöðu, sem taldi að Holland ætti eftir að fara með sigur í leiknum. 32,3% töldu að Ísland sigraði og 19,8% töldu að leikurinn myndi lykta með jafntefli. Samanlagt voru því 52,1% þeirra sem tóku afstöðu sem töldu að Ísland ætti eftir að sækja eitt stig eða fleiri úr leiknum við Hollendinga í kvöld.
Spurt var: Hver heldur þú að úrslitin verði í leik karlalandsliða Hollands og Íslands í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi þann 3. september næstkomandi?
-vinsamlega skráðu markatölu fyrir hvort lið í reitina hér að neðan
-ef þú vilt ekki spá um úrslit leiksins getur þú ýtt á áfram hnappinn hér að neðan án þess að nefna markatölu
Samtals tóku 71,1% afstöðu til spurningarinnar (þ.e. spáðu fyrir um úrslit leikjarins)
Konur og þeir sem hafa lægri heimilistekjur bjartsýnni á gengi Íslands
Nokkur munur var á spá svarenda um lyktir leiksins eftir kyni og aldri. Þannig voru 43,5% kvenna sem spáðu því að leikurinn myndi enda með sigri Íslands en aðeins 23,36% karla töldu að Ísland myndi sigra. Meðal þeirra sem tilheyrðu tekjulægsta hópnum (heimilistekjur undir 250 þúsund krónum á mánuði) voru 44,6% sem spáðu Íslenskum sigri samanborðið við 22,7% þeirra sem voru með 800-999 þúsund krónur á mánuði.
Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 1.023 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 31. ágúst til 3. september 2015
Ekki var spurt um traust til Landsdóms í fyrri mælingum.