MMR kannaði á tímabilinu 13 – 19 júní 2013 hvaða skyndibitamat Íslendingar sögðust oftast kaupa.
Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 42,5% oftast kaupa sér pizzu þegar þau keyptu skyndibitamat, 20,3% sögðust oftast kaupa hamborgara, 9,4% sögðust oftast kaupa Thailenskan, Ind- eða Kínverskan mat, 6,1% sögðust oftast kaupa Sushi og 10,8% sögðust oftast kaupa annan skyndibitamat. 10,9% sögðust ekki kaupa skyndibitamat.
Spurt var: „Hvaða skyndibitamat kaupir þú oftast (til að borða á staðnum eða taka með)?“ Svarmöguleikar voru: „Pizza“, „Hamborgari“, „Japanskan (s.s. Sushi)“, „Thailenskan“, „Kínverskan“, „Indverskan“, „Mexíkóskan“, „Ítalskan (annað en pizzur)“, „Annað, hvað?“, „Ég kaupi ekki skyndibitamat“ og „Vil ekki svara“. Samtals tóku 95,9% afstöðu til spurningarinnar.
Val á skindibitamat mismunandi milli hópa
Karlar eru mun líklegri til að velja hamborgara heldur en konur þegar að þeir fá sér skyndibita. Konur eru aftur á móti líklegri til að fá sér sushi en karlar. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 28,3% karla oftast kaupa hamborgara þegar þeir keyptu sér skyndibitamat, borið saman við 12,1% kvenna. 8,9% kvenna sem tóku þátt sögðust oftast kaupa sér sushi, borið saman við 3,5% karla.
Þeir sem styðja ríkisstjórnina eru líklegri til þess að fá sér pizzu heldur en þeir sem ekki styðja ríkisstjórnina. Af þeim sem tóku afstöðu og studdu ríkisstjórnina sögðust 45,0% oftast kaupa sér pizzu, borið saman 39,6% þeirra sem ekki studdu ríkisstjórnina. Þeir sem ekki studdu ríkisstjórnina voru líklegri til að kaupa sér sushi en þeir sem studdu ríkisstjórnina. Af þeim sem tóku afstöðu og studdu ekki ríkisstjórnina sögðust 7,1% oftast fá sér sushi, borið saman við 3,8% þeirra sem studdu ríkisstjórnina.
Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 973 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 13. til 19. júní 2013