Stjórnmál Traust

|

MMR traustMMR kannaði á dögunum traust til helstu stofnana samfélagsins.
Flestir sögðust bera mikið traust til lögreglunnar, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Ríkisútvarpsins og Landsvirkjunar. Fæstir sögðust bera mikið traust til bankakerfisins, Alþingis, Fjármálaeftirlitsins og lífeyrissjóðanna.
Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 79,5% bera mikið traust til Lögreglunnar, 70,2% til Háskóla Íslands, 58,0% til Háskólans í Reykjavík, 51,3% til Ríkisútvarpsins og 41,8% til Landsvirkjunar.

  1410 trust 01aSpurt var: Hversu mikið eða lítið traust berð þú til eftirfarandi aðila.
Svarmöguleikar voru: Mjög lítið traust, frekar lítið traust, hvorki mikið né lítið traust, frekar mikið traust, mjög mikið traust og veit ekki/vil ekki svara.
Niðurstöður sýna fjölda þeirra sem svöruðu annað hvort mjög/frekar mikið eða lítið traust.
Samtals tóku 98,2% afstöðu til spurningarinnar (einhverrar stofnunar). Hlutfallstölur eru reiknaðar af heildarfjölda þeirra sem tóku afstöðu til einhverrar stofnunar.

  

Þróun milli mælinga*:
*ekki eru til mælingar á öllum stofnunum í öll skiptin

Traust til háskólanna jókst nokkuð frá október 2013. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 70,2% bera mikið traust til Háskóla Íslands, borið saman við 61,3% í október 2013 og 58,0% sögðust bera mikið traust til Háskólans í Reykjavík nú, borið saman við 48,6% í október 2013.

Traust til Landsvirkjunar, stéttarfélaganna, Seðlabankans, Evrópusambandsins,VR, Fjármálaeftirlitsins og bankakerfisins hefur ekki verið meira frá því að mælingar hófust.

Á meðan traust til flestra stofnana jókst frá síðustu mælingu dróst traust til ríkisstjórnarinnar og Alþingis saman. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 17,4% bera mikið traust til ríkisstjórnarinnar, borið saman við 23,0% í október 2013 og 12,8% sögðust bera mikið traust til Alþingis nú, borið saman við 16,4% í október 2013.

Þróun allra stofnana má sjá í meðfylgjandi gröfum.

 

 

1410 trust 02c 

 

1410 trust 03c

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 959 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 16. til 21. október 2014

Eldri kannanir sama efnis:
2013 október: MMR könnun á trausti almennings til helstu stofnana samfélagsins
2012 júní: MMR Könnun á trausti almennings til helstu stofnana samfélagsins
2011 október: MMR Könnun á trausti almennings til helstu stofnana samfélagsins
2010 október: MMR Könnun á trausti almennings til helstu stofnana samfélagsins
2010 maí: MMR Könnun á trausti almennings til helstu stofnana samfélagsins
2009 október: MMR Könnun á trausti almennings til helstu stofnana samfélagsins
2009 maí: MMR Könnun á trausti almennings til helstu stofnana samfélagsins
2008 desember: MMR Könnun á trausti almennings til helstu stofnana samfélagsins