SkjaldamerkiIslandsMMR kannaði á dögunum afstöðu almennings til þess að Skattrannsóknarstjóri ríkisins kaupi gögn um meint skattaundanskot Íslendinga erlendis. Mikill meirihluti þeirra sem tóku afstöðu sögðust vera frekar eða mjög fylgjandi því að Skattstjóri ríkisins kaupi umrædd gögn (75,1%) og aðeins 9,3% sögðust vera því andvíg.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 52,9% vera mjög fylgjandi, 22,2% sögðust vera frekar fylgjandi, 15,5% sögðust hvorki fylgjandi né andvíg, 4,8% sögðust frekar andvíg og 4,6% sögðust vera mjög andví því að Skattrannsóknarstjóri ríkisins kaupi gögn um meint skattaundanskot Íslendinga erlendis.

1502 skattagogn 01Spurt var: Hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ertu því að Skattrannsóknarstjóri ríkisins kaupi gögn um meint skattaundanskot Íslendinga erlendis?
Svarmöguleikar voru: Mjög andvíg(ur), Frekar andvíg(ur), Hvorki né, Frekar fylgjandi, Mjög fylgjandi og Veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku 89,5% afstöðu til spurningarinnar.
 

 

Nokkur munur á afstöðu milli hópa

Yngra fólk var ólíklegra til að segjast fylgjandi því að Skattrannsóknarstjóri ríkisins kaupi gögn um meint skattaundanskot Íslendinga erlendis en þeir sem eldri eru. Af þeim sem tóku afstöðu og tilheyrðu yngsta aldurshópnum (18-29 ára) sögðust 56,2% vera fylgjandi því að kaupa umrædd gögn borið saman við 87,2% í aldurshópnum 50-67 ára.

Þeir sem sögðust styðja ríkisstjórnina voru síður fylgjandi því að kaupa gögn um meint skattaundanskot Íslendinga erlendis en þeir sem ekki sögðust styðja ríkisstjórnina. Af þeim sem tóku afstöðu og sögðust styðja ríkisstjórnina voru 68,6% fylgjandi, borið saman við 80,4% þeirra sem ekki studdu ríkisstjórnina.

Nokkur munur var á afstöðu eftir stuðningu við stjórnmálaflokka. Af þeim sem tóku afstöðu og studdu Sjálfstæðisflokkinn sögðust 60,9% vera fylgjandi því að kaupa gögn um meint skattaundanskot Íslendinga erlendis, borið saman við 93,6% þeirra sem studdu Vinstri græn og 92,4% þeirra sem studdu Samfylkinguna.

1502 skattagogn 02a

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 975 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 13. til 19. febrúar 2015

Þróun milli mælinga:

Ekki var spurt um traust til Landsdóms í fyrri mælingum.