Þann 10. apríl síðastliðinn var haldin ráðstefnan „How Cool Brands Stay HOT - Branding to Generation Y & the Future of Social Media". Á ráðstefnunni héldu þeir Joeri Van den Bergh og Mattias Behrer fyrirlestur um hvað drífur Y-kynslóðina (einstaklingar á aldrinum 16 til 30 ára) áfram og hvernig markaðsfólk þarf að laga sig að þeim veruleika. Fyrirlesturinn var byggður á upplýsingum úr ítarlegum rannsóknum Insites Consulting sem náðu til 16 landa og gefa til kynna að einn mikilvægasti mælikvarðinn á árangur vörumerkja sé hversu svöl (e. cool) þau eru.
Af þessu tilefni voru á ráðstefnunni kynntar niðurstöður úr rannsóknum MMR á því hver svölustu vörumerkin á Íslandi væru að mati Y-kynslóðarinnar.
Kannanir MMR leiddu í ljós að vörumerkið 66°North er svalasta vörumerkið að mati íslensku Y-kynslóðarinnar en 71% svarenda sögðu að 66°North væri svalt vörumerki. Næst flestum fannst vörumerkið Nike vera svalt (70%) og þriðja svalasta vörumerkið var Apple sem 69% fannst vera svalt.
Niðurstöðum skipt eftir einstökum vöruflokkum má sjá í eftirfarandi myndum (sjá upplýsingar um framkvæmd hér að neðan):
Útivistarfatnaður
Íþróttavörur
Tölvur
Fjarskipti
Farsímar
Netþjónustur
Ferðaþjónusta
Skór og fatnaður
Tæknifyrirtæki
Gosdrykkir
Spurt var: „Hversu „svöl" (e. cool) finnast þér eftirfarandi vörumerki á markaði fyrir..."
Svarmöguleikar voru frá: 1. Ekkert svalt, 2, 3. hlutlaust, 4, 5. mjög svalt, þekki ekki vörumerkið.
Upplýsingar um framkvæmd:
Verkefnið var unnið í tvennu lagi (tvær aðskildar kannanir):
Forkönnun
Þátttakendur voru beðnir um að tilnefna allt að fimm vörumerki sem þeir töldu að væru svölustu vörumerkin á Íslandi í dag.
Samtals bárust 1400 tilnefningar þar sem um 500 vörumerki voru tilnefnd.
Forkönnunin benti til að svölustu vörumerkin væri að finna í eftirfarandi vöruflokkum: Farsímar, ferðaþjónusta, fjarskipti, gosdrykkir, netþjónustur, íþróttavörur, skór og fatnaður, tölvur, tæknifyrirtæki, útivistarfatnaður.
Úrtak: Einstaklingar 16 til 30 ára valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 547 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 11. til 15. febrúar 2014
Meginkönnun
Niðurstöður forkönnunar voru notaðar til að setja saman lista yfir vörumerki sem oftast voru tilnefnd auk helstu samkeppnisaðila í hverjum vöruflokki fyrir sig. Í heildina samanstóð listinn af 39 vörumerkjum (3-6 vörumerki í hverjum flokki).
Úrtak: Einstaklingar 16 til 30 ára valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 581 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 24. mars til 1. apríl 2014
Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.
Þeim sem vilja kynna sér skrif Joeri Van den Bergh og Mattias Behrer er bent á bók þeirra "How Cool Brands Stay Hot: Branding to Generation Y".
Sjá einnig:
www.howcoolbrandsstayhot.com
www.insites-consulting.com