coolbrands bookÞann 10. apríl síðastliðinn var haldin ráðstefnan „How Cool Brands Stay HOT - Branding to Generation Y & the Future of Social Media". Á ráðstefnunni héldu þeir Joeri Van den Bergh og Mattias Behrer fyrirlestur um hvað drífur Y-kynslóðina (einstaklingar á aldrinum 16 til 30 ára) áfram og hvernig markaðsfólk þarf að laga sig að þeim veruleika. Fyrirlesturinn var byggður á upplýsingum úr ítarlegum rannsóknum Insites Consulting sem náðu til 16 landa og gefa til kynna að einn mikilvægasti mælikvarðinn á árangur vörumerkja sé hversu svöl (e. cool) þau eru.
Af þessu tilefni voru á ráðstefnunni kynntar niðurstöður úr rannsóknum MMR á því hver svölustu vörumerkin á Íslandi væru að mati Y-kynslóðarinnar.

Kannanir MMR leiddu í ljós að vörumerkið 66°North er svalasta vörumerkið að mati íslensku Y-kynslóðarinnar en 71% svarenda sögðu að 66°North væri svalt vörumerki. Næst flestum fannst vörumerkið Nike vera svalt (70%) og þriðja svalasta vörumerkið var Apple sem 69% fannst vera svalt.
Niðurstöðum skipt eftir einstökum vöruflokkum má sjá í eftirfarandi myndum (sjá upplýsingar um framkvæmd hér að neðan):

 

1404 08 Cool UtivistarfatnadurÚtivistarfatnaður1404 08 Cool Ithrottavorur smallÍþróttavörur

1404 07 CoolTolvur smallTölvur1404 07 CoolFjarskiptiFjarskipti

1404 06 CoolFarsimarFarsímar1404 05 CoolNetthjonusturNetþjónustur

1404 04 CoolFerdathjonustaFerðaþjónusta1404 03 CoolSkorFatnadurSkór og fatnaður

1404 02 CoolTaekniftTæknifyrirtæki1404 01 CoolGosdrykkir smallGosdrykkir

Spurt var: „Hversu „svöl" (e. cool) finnast þér eftirfarandi vörumerki á markaði fyrir..."
Svarmöguleikar voru frá: 1. Ekkert svalt, 2, 3. hlutlaust, 4, 5. mjög svalt, þekki ekki vörumerkið.

Upplýsingar um framkvæmd:

Verkefnið var unnið í tvennu lagi (tvær aðskildar kannanir):

Forkönnun
Þátttakendur voru beðnir um að tilnefna allt að fimm vörumerki sem þeir töldu að væru svölustu vörumerkin á Íslandi í dag.
Samtals bárust 1400 tilnefningar þar sem um 500 vörumerki voru tilnefnd.
Forkönnunin benti til að svölustu vörumerkin væri að finna í eftirfarandi vöruflokkum: Farsímar, ferðaþjónusta, fjarskipti, gosdrykkir, netþjónustur, íþróttavörur, skór og fatnaður, tölvur, tæknifyrirtæki, útivistarfatnaður.

Úrtak: Einstaklingar 16 til 30 ára valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 547 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 11. til 15. febrúar 2014

Meginkönnun
Niðurstöður forkönnunar voru notaðar til að setja saman lista yfir vörumerki sem oftast voru tilnefnd auk helstu samkeppnisaðila í hverjum vöruflokki fyrir sig. Í heildina samanstóð listinn af 39 vörumerkjum (3-6 vörumerki í hverjum flokki).

Úrtak: Einstaklingar 16 til 30 ára valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 581 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 24. mars til 1. apríl 2014

Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.

Þeim sem vilja kynna sér skrif Joeri Van den Bergh og Mattias Behrer er bent á bók þeirra "How Cool Brands Stay Hot: Branding to Generation Y".
Sjá einnig:
www.howcoolbrandsstayhot.com
www.insites-consulting.com