sochi logoMMR kannaði á dögunum hvort almenningi fannst íslenskir ráðamenn hafi gert rétt eða rangt með því að vera viðstaddir opnunarhátíð ólympíuleikana í Sochi í Rússlandi. Skiptar skoðanir voru á því hvort að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra hafi gert rétt eða rangt með því að vera viðstaddir opnunarhátíð ólympíuleikana í Sochi i Rússlandi. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 55,1% að Ólafur Ragnar Grímsson hafi gert rétt, borið saman við 44,9% sem sögðu að hann hafi gert rangt. 54,1% sögðu að Illugi Gunnarsson hafi gert rétt, borið saman við 45,9% sem söðu að hann hafi gert rangt með því að vera viðstaddur opnunarhátíð ólympíuleikana í Sochi i Rússlandi.

1402 wol 01bSpurt var: „Telur þú að eftirtaldir íslenskir ráðamenn hafi gert rétt eða rangt með því að veraviðstaddir opnunarhátíð ólympíuleikana í Sochi í Rússlandi?: Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra.
Svarmöguleikar voru: Gerði rétt, Gerði rangt, og „Veit ekki/vil ekki svara“.
Annarsvegar tóku 80,6% afstöðu til spurningar um Ólaf Ragnar Grímsson og 78,8% til spurningar um Illuga Gunnarsson.

 

Munur á viðhorfi fólks eftir kyni og stjórnmálaskoðunum
Nokkur munur var því hvort að fólki fannst íslenskir ráðamenn hafi gert rétt eða rangt með því að vera viðstaddir opnunarhátíð ólympíuleikana í Sochi í Rússlandi.

Hlutfallslega fleiri karlar en konur töldu að bæði Ólafur Ragnar Grímsson og Illugi Gunnarsson hafi gert rétt með því að vera viðstaddir opnunarhátíð ólympíuleikana í Sochi í Rússlandi. Af þeim sem tóku afstöðu töldu 59,8% karla að Ólafur Ragnar Grímson hafi gert rétt, borið saman við 49,2% kvenna.
Til samanburðar sögðu 58,9% karla að Illugi Gunnarsson hafi gert rétt, borið saman við 48,0% kvenna.

Meirihluti þeirra sem studdu Framsóknar- og Sjálfsstæðiflokkinn töldu að bæði Ólafur Ragnar Grímsson og Illugi Gunnarsson hafi gert rétt með því að vera viðstaddir opnunarhátíð ólympíuleikana í Sochi í Rússlandi en meirihluti þeirra sem studdu Samfylkinguna, Vinstri-græn, Bjarta framtíð og Pírata töldu að báðir hefðu gert rangt.

1402 wol 02

1402 wol 03 

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára  og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 983 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 11.-15. febrúar 2014

Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.