MMR kannaði afstöðu fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða sex málaflokka tengda efnahagsmálum sem stjórnvöld þurfa eða gætu þurft að fást við á næstu mánuðum.
Þeir málaflokkar sem um ræðir eru skuldamál heimilanna, endurreisn atvinnulífsins, efnahagsmál almennt, skattamál, atvinnuleysi og málefni Íbúðarlánasjóðs.
Um eða yfir helmingur þátttakenda taldi ríkisstjórnarflokkana tvo (Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkinn) besta til þess fallna að leiða alla ofangreina málaflokka.
Flestir sögðu Sjálfsstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða alla málaflokka nema skuldamál heimilanna en flestir töldu Framsóknarflokkinn bestan til þess fallinn að leiða þann málaflokk. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 42,2% Sjáflstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða endurreisn atvinnulífsins, 38,9% töldu Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða í skattamálum, 37,7% töldu hann bestan til að leiða í efnahagsmálum almennt, 34,1% töldu hann bestan til að leiða málaflokkinn atvinnuleysi og 29,1% töldu Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða í málefnum Íbúðarlánasjóðs.
Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 21,2% Sjáflstæðisflokkurinn best til þess fallinn að leiða skuldamál heimilanna, borið saman við 34,4% sem töldu Framsóknarflokkinn vera bestan til þess fallinn.
Spurt var: Eftirfarandi eru nokkrir málaflokkar sem stjórnvöld þurfa eða gætu þurft að fást við á næstu mánuðum. Hvaða stjórnmálaflokkur, af eftirfarandi, telur þú að væri best til þess fallinn að leiða hvern málaflokk?
Svarmöguleikar voru: Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin, Vinstri græn, Björt framtíð, Píratar.
Samtals tóku 63,4% afstöðu til spurningarinnar (að hluta til eða í heild).
** Á myndinni er til samanburðar sýnd mæling á fylgi flokkanna úr sömu könnun.
* 5,9% af fylgi stjórnmálaflokka dreifist á aðra flokka þá sem eiga fulltrúa á þingi.
Þróun yfir tíma - skuldamál heimilanna
Hlutfall þeirra sem töldu Framsóknarflokkinn bestan til þess fallinn að leiða málaflokkinn skuldamál heimilanna hefur aukist á meðan hlutfall þeirra sem töldu Sjálfsstæðisflokkinn bestan til að leiða málaflokkinn hefur dregist saman. Af þeim sem tóku afstöðu nú töldu 34,4% Framsóknarflokkinn bestan til þess fallinn að leiða málaflokkinn, borið saman við 18,2% í desember 2012. Til samanburðar töldu 21,2% Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða málaflokkinn nú, borið saman við 36,2% í desember 2012.
Sundurliðun eftir stuðning við stjórnmálaflokka - skuldamál heimilanna
33,8% þeirra sem sögðust styðja Sjálfstæðisflokkin töldu Framsóknarflokkinn bestan til þess fallinn að leiða í skuldamálum heimilanna.
Þróun yfir tíma - endurreisn atvinnulífsins
Þó að flestir telji Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða í endurreisn atvinnulífsins hefur þeim fækkan nokkuð sem eru á þeirri skoðun frá því í desember 2012. Af þeim sem tóku afstöðu nú töldu 42,2% Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða málaflokkinn, borið saman við 52,6% í desember 2012.
Sundurliðun eftir stuðning við stjórnmálaflokka - endurreisn atvinnulífsins
25,9% þeirra sem sögðust styðja Framsóknarflokkinn og 18,2% þeirra sem sögðust styðja Bjarta framtíð töldu Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða endurreisn atvinnulífsins.
20,8% þeirra sem sögðust styðja Bjarta framtíð og 19,5% þeirra sem sögðust styðja Vinstri-græn töldu Samfylkinguna vera best til þess fallna að leiða endurreisn atvinnulífsins.
Þróun yfir tíma - efnahagsmál almennt
Flestir töldu Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða í efnahagsmálum almennt en þeim hefur þó fækkað nokkuð sem eru á þeirri skoðun frá því í desember 2012. Af þeim sem tóku afstöðu nú töldu 37,7% Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða málaflokkinn, borið saman við 49,7% í desember 2012.
Sundurliðun eftir stuðning við stjórnmálaflokka - efnahagsmál almennt
Þróun yfir tíma - skattamál
Hlutfall þeirra sem töldu sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða í skattamálum hefur lækkað nokkuð frá desember 2012. Af þeim sem tóku afstöðu nú töldu 38,9% Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða málaflokkinn, borið saman við 50,2% í desember 2012.
Sundurliðun eftir stuðning við stjórnmálaflokka - skattamál
31,0% þeirra sem sögðust styðja Framsóknarflokkinn töldu Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða í skattamálum.
Tæpur helmingur (48,4%) þeirra sem sögðust styðja Bjarta framtíð töldu að Björt framtíð væri best til þess fallin að leiða í skattamálum.
Þróun yfir tíma - atvinnuleysi
Hlutfall þeirra sem töldu Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða málaflokkinn atvinnuleysi hefur lækkað nokkuð frá desember 2012. Aftur á móti hefur hlutfall þeirra sem töldu Framsóknarflokkinn og Bjarta framtíð best til þess fallinn að leiða málaflokkinn hækkað. Af þeim sem tóku afstöðu nú töldu 34,1% Sjáflstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða málaflokkinn, borið saman við 49,4% í desember 2012.
16,2% töldu Framóknarflokkinn bestan til þess fallinn leiða málaflokkinn nú, borið saman við 10,8% í desember 2012 og 12,9% töldu Bjarta framtíð besta til þess fallna að leiða málaflokkinn nú, bori saman við 5,3% í desember 2012.
Sundurliðun eftir stuðning við stjórnmálaflokka - atvinnuleysi
Þróun yfir tíma - málefni Íbúðarlánasjóðs
Þeim fjölgar nokkuð sem telja Bjarta Framtíð besta til þess fallna að leiða málefni Íbúðarlánasjóðs. Af þeim sem tóku afstöðu nú töldu 16,0% að Björt framtíð væri best til þess fallin að leiða málefni Íbúðarlánasjóðs, borið saman við 7,2% í desember 2012.
Sundurliðun eftir stuðning við stjórnmálaflokka - málefni Íbúðarlánasjóðs
Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Álitsgjafar MMR eru valdir úr Þjóðskrá þannig að þeir endurspegli lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar á hverjum tíma.
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 981 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 9.-15. janúar 2014
Eldri kannanir sama efnis:
2014 janúar: MMR könnun: Afstaða fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða málaflokka
2012 desember: MMR könnun: Afstaða fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða málaflokka
2011 desember: MMR könnun: Afstaða fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða málaflokka
2010 desember: MMR könnun: Afstaða fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða málaflokka
2009 apríl: MMR könnun: Afstaða fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða málaflokka
Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.