MMR kannaði afstöðu fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða fimm málaflokka tengda grunnstoðum samfélagsins sem stjórnvöld þurfa eða gætu þurft að fást við á næstu mánuðum.
Þeir málaflokkar sem um ræðir eru lög og regla almennt, heilbrigðismál, mennta- og skólamál, nýting náttúruauðlinda (s.s. fiskveiðar, vatn og orka) og umhverfismál.
Af málaflokkunum fimm voru ríkisstjórnarflokkarnir tveir (Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur) taldir best til þess fallnir að leiða einn málaflokk (lög og regla almennt) af meira en helming þátttakenda.
Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 39,9% að Sjálfstæðisflokkurinn væri bestur til þess fallinn að leiða málaflokkinn lög og regla almennt og 12,5% töldu Framsóknarflokkurinn vera bestan til þess fallinn.
Þriðjungur taldi annan hvorn ríkisstjórnarflokkanna bestan til þess fallinn að leiða málaflokkinn umhverfismál.
Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 19,2% Sjálfstæðisflokkinn vera bestan til þess fallinn að leiða málaflokkinn og 16,3% töldu Framsóknarflokkinn vera bestan til þess fallinn. Til samanburðar töldu 38,1% Vinstri-græn vera best til þess fallin að leiða málaflokkinn.
Spurt var: Eftirfarandi eru nokkrir málaflokkar sem stjórnvöld þurfa eða gætu þurft að fást við á næstu mánuðum. Hvaða stjórnmálaflokkur, af eftirfarandi, telur þú að væri best til þess fallinn að leiða hvern málaflokk?
Svarmöguleikar voru: Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin, Vinstri græn, Björt framtíð, Píratar.
Samtals tóku 65,1% afstöðu til spurningarinnar (að hluta til eða í heild).
** Á myndinni er til samanburðar sýnd mæling á fylgi flokkanna úr sömu könnun.
* 5,9% af fylgi stjórnmálaflokka dreifist á aðra flokka þá sem eiga fulltrúa á þingi.
Þróun yfir tíma - lög og regla
Þrátt fyrir að flestir telji Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða málaflokkinn lög og reglu almennt, hefur þeim fækkað nokkuð (hlutfallslega) sem eru á þeirri skoðun frá því í desember 2012. Af þeim sem tóku afstöðu í desember 2012 töldu 46,6% Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða málaflokkinn borið saman við 39,9% nú.
Hlutfall þeirra sem töldu að Björt framtíð væri best til þess fallin að leiða málaflokkinn hækkar nokkuð frá síðustu mælingu (desember 2012). Af þeim sem tóku afstöðu nú töldu 13,1% að Björt framtíð væri best til þess fallinn að leiða málaflokkinn, borið saman við 5,2% í desember 2012.
Sundurliðun eftir stuðning við stjórnmálaflokka - lög og regla
36,3% þeirra sem sögðust styðja Framsóknarflokkinn töldu Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða lög og reglu almennt.
Þróun yfir tíma - heilbrigðismál
Þeim hefur fækkað sem telja Vinstri-græn vera best til þess fallin að leiða málaflokkinn heilbrigðismál frá því í apríl 2009.
Af þeim sem tóku afstöðu nú töldu 11,9% Vinstri-græn vera best til þess fallin að leiða málaflokkinn borið saman við 32,4% í apríl 2009.
Sundurliðun eftir stuðning við stjórnmálaflokka - heilbrigðismál
Þriðjungur þeirra sem sögðust styðja Framsóknarflokkinn töldu Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða í heilbrigðismálum.
Helmingur þeirra sem sögðust styðja Pírata töldu Pírata besta til þess fallna að leiða í heilbrigðismálum en 20,3% töldu að Samfylkingin væri best til þess fallin og 18,2% töldu að Björt framtíð væri best til þess fallin.
Þróun yfir tíma - mennta- og skólamál
Sundurliðun eftir stuðning við stjórnmálaflokka - mennta- og skólamál
37,5% þeirra sem sögðust styðja Framsóknarflokkinn töldu Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða í mennta- og skólamálum.
19,8% þeirra sem sögðust styðja Samfylkinguna töldu Vinstri-græn best til þess fallin að leiða í mennta- og skólamálum.
Þróun yfir tíma - nýting náttúruauðlinda (s.s. fiskveiðar, vatn og orka)
Þeim sem telja Sjálfsstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða málaflokkinn nýting náttúruauðlinda hefur fækkað nokkuð á meðan hlutfalli þeirra sem telja Framsóknarflokkinn bestan til þess fallinn hefir aukist. Af þeim sem tóku afstöðu nú töldu 23,0% Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða málaflokkinn og 17,5% tölu Framsóknarflokkinn bestan til þess fallinn. Í desember 2012 töldu 36,7% Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða málaflokkinn borið saman við 10,9% sem töldu Framsóknarflokkinn bestan til þess fallinn.
Sundurliðun eftir stuðning við stjórnmálaflokka - nýting náttúruauðlinda (s.s. fiskveiðar, vatn og orka)
Af þeim sem sögðust styðja Samylkingu töldu 29,0% Vinstri-græn vera best til þess fallin að leiða málaflokkinn nýting náttúruauðlinda.
Þróun yfir tíma - umhverfismál
Sem og fyrri ár töldu flesti Vinstri-græn best til þess fallinn að leiða málaflokkinn umhverfismál. Þeim hefur fjölgað nokkuð frá febrúar 2010 sem telja Vinstri-græn best til þess fallin að leiða málaflokkinn. Af þeim sem tóku afstöðu nú töldu 38,1% Vinstri-græn vera best til þess fallin að leiða málaflokkinn, borið saman við 33,7% í febrúar 2010.
Sundurliðun eftir stuðning við stjórnmálaflokka - umhverfismál
51,4% þeirra sem sögðust styðja Samfylkinguna og 44,8% þeirra sem sögðust styðja Bjarta framtíð töldu Vinstri-græn best til þess fallin að leiða í umhverfismálum.
17,8% þeirra sem sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn töldu Framsóknarflokkinn best til þess fallinn að leiða í umhverfismálum.
Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Álitsgjafar MMR eru valdir úr Þjóðskrá þannig að þeir endurspegli lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar á hverjum tíma.
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 981 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 9.-15. janúar 2014
Eldri kannanir sama efnis:
2012 desember: MMR könnun: Afstaða fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða málaflokka
2011 desember: MMR könnun: Afstaða fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða málaflokka
2010 desember: MMR könnun: Afstaða fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða málaflokka
2009 apríl: MMR könnun: Afstaða fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða málaflokka
Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.
Þróun milli mælinga:
Ekki var spurt um traust til Landsdóms í fyrri mælingum.