ESB

|

 ESB LOGOMMR kannaði á dögunum afstöðu almennings til þess að Ísland haldi aðildarviðræðum við Evrópusambandið opnum eða slíti þeim formlega. Nokkur meirihluti sagðist vilja að Ísland haldi aðildarviðræðum við Evrópusambandið opnum. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 67,9% vilja að aðildarviðræðum verði haldið opnum, borið saman við 32,1% sem sögðust vilja að aðildarviðræðum verði slitið formlega.

1402 ESB-adild 01Spurt var: „Hvort vilt þú að Ísland haldi opnum aðildarviðræðum við Evrópusambandið eða slíti þeim formlega?"
Svarmöguleikar voru: Aðildarviðræðum verði haldið opnum, Aðildarviðræðum verði slitið formlega og Veit ekki/ vil ekki svara.
Samtals tóku 85,5% afstöðu til spurningarinnar.

 

Skiptar skoðanir meðal kjósenda Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins hvort halda eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið opnum eða slíta þeim formlega
Af þeim sem tóku afstöðu og sögðust hafa kosið Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum sögðust 49,6% vilja að Ísland haldi aðildarviðræðum við Evrópusambandið opnum, borið saman við 50,4% sem sögðust vilja að aðildarviðræðum verði slitið formlega.
Af þeim sem tóku afstöðu og sögðust hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum sögðust 41,3% vilja að Ísland haldi aðildarviðræðum við Evrópusambandið opnum, borið saman við 58,7% sem sögðust vilja að aðildarviðræðum verði slitið formlega.

Mikill meirihluti kjósenda flokka í stjórnarandstöðu sagðist vilja að Ísland haldi aðildarviðræðum við Evrópusambandið opnum
Af þeim sem tóku afstöðu og sögðust hafa kosið Samfylkinguna í síðustu kosningum sögðust 98,2% vilja að Ísland haldi aðildarviðræðum við Evrópusambandið opnum, 92,5% þeirra sem kusu Vinstri-græn, 97,1% þeirra sem kusu Bjarta framtíð og 88,2% þeirra sem kusu Pírata.

1402 ESB-adild 02

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára  og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 1013 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 25.-28. febrúar 2014

Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.

Þróun milli mælinga:

Ekki var spurt um traust til Landsdóms í fyrri mælingum.