AramotMMR kannaði á dögunum hvað almenningi fannst um Áramótaskaupið 2013. Skaupið 2013 virðist hafa fallið heldur betur vel í landan, en 81,3% þeirra sem tóku afstöðu sögðu að þeim hefði þótt það gott. Þetta er töluvert betri útkoma en verið hefur undanfarin ár. Ekki síst i samanburði við áramótaskaupið 2012 sem eingöngu 33,2% töldu hafa verið gott. Aðeins 9,0% sögðu að þeim hafi þótt Skaupið 2013 vera slakt, borið saman við 48,1% í fyrra (2012).

1401 skaup 01d
Spurt var: „Hvernig fannst þér Áramótaskaupið 2013?“ Svarmöguleikar voru: „Mjög slakt“, „Frekar slakt“, „Bæði og“, „Frekar gott“, „Mjög gott“, „Ég horfði ekki á Áramótaskaupið“ og „Veit ekki/vil ekki svara“.
Samtals tóku 96,6% afstöðu (aðrir svöruðu „Veit ekki/vil ekki svara“ eða „Ég horfði ekki á Áramótaskaupið“).

 

Ungt fólk ánægðara með skaupið en þeir sem eldri eru

Samkvæmt könnuninni var nokkur munur á viðhorfi fólks til Skaupsins eftir aldri. Þeir sem tilheyrðu elstu aldurshópunum voru síður ánægð með Áramótaskaupið 2013 en þeir sem tilheyrðu yngri aldurshópum. Af þeim sem tóku afstöðu til könnunarinnar og tilheyrðu yngsta aldurshópnum (18-29 ára) sögðust 84,4% Skaupið hafa verið gott, í aldurshópnum 30-49 ára sögðust 86,6% Skaupið hafa verið gott, í aldurshópnum 50-67 ára sögðu 74,7% Skaupið hafa verið gott og í elsta aldurshónum (68 ára og eldri) sögðu 67,5% Skaupið hafa verið gott.

Fleiri konum en körlum þótti Skaupið vera gott. Af þeim konum sem tóku þátt sögðu 85,8% Skaupið hafa verið gott, borið saman við 77,1% karla.


1401 skaup 02 

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára  og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 981 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 9.-15. janúar 2014

Eldri kannanir sama efnis:
2013 janúar: MMR könnun: Viðhorf til Áramótaskaupsins 2013
2012 janúar: MMR könnun: Viðhorf fólks til Áramótaskaupsins 2012

Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.