MMR kannaði á dögunum afstöðu almennings til frumvarpa ríkisstjórnarinnar um lækkun húsnæðisskulda heimila í landinu. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 27,5% vera ánægð með frumvörp ríkisstjórnarinnar um lækkun húsnæðisskulda heimilana í landinu, 25,2% sögðust hvorki ánægð né óánægð og 47,3% sögðust vera óánægð með frumvörp ríkisstjórnarinnar um lækkun húsnæðisskulda.
Spurt var: „Hversu ánægð(ur) eða óánægður(ur) ert þú með frumvörp ríkisstjórnarinnar um lækkun húsnæðisskulda heimila í landinu?"
Svarmöguleikar voru: Mjög óánægð(ur), frekar óánægð(ur), bæði og, frekar ángæð(ur), mjög ánægð(ur) og veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku 84,5% afstöðu til spurningarinnar.
Mikill munur á afstöðu eftir stjórnmálaskoðunum
Þeir sögðust hafa kosið Framsóknar- eða Sjálfstæðisflokkinn í síðustu alþingiskosningum sögðust ánægðari með frumvörp ríkisstjórnarinnar heldur en þeir sem kusu aðra flokka sem eiga mann á þingi. Þannig sögðust 46,2% þeirra sem kusu Sjálfstæðiflokkinn vera ánægð með frumvörp um lækkun húsnæðisskulda, 41,4% Framsóknarfólks, 17,5% þeirra sem kusu Bjarta framtíð, 7,5% Vinstri-grænna, 7,4% Pírata, og 5,2% Samfylkingarfólks að þau væru ánægð með frumvörp ríkisstjórnarinnar um lækkun húsnæðisskulda heimila í landinu.
Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 960 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 28. mars til 1. apríl 2014
Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.