Tæp 8% aðspurðra segjast vilja kjósa aðra flokka en buðu fram í síðustu Alþingiskosningum. Þetta er hærra hlutfall en fylgi Frjálslynda flokksins var í síðustu kosningum. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú tveim prósentustigum lægra en það mældist í október en fylgi Samfylkingar og Vinstri grænna helst næsta óbreytt. Fylgi Framsóknarflokksins fellur um nærri helming frá síðustu könnun og mælist nú 4,9%. Sé fylgi Framsóknarflokksins skoðað út frá búsetu kemur í ljós að flokkurinn mælist með 2,5% fylgi á höfuðborgarsvæðinu en 9,2% á landsbyggðinni. Fylgi Frjálslyndra mælist nærri óbreytt í 3% og fylgi Íslandshreyfingar 1,6%.
Niðurstöðurnar í heild: 0812_tilkynning_stjornmal.pdf