Traust

|

Um 82% aðspurðra segjast bera mikið traust til Fréttastofu RÚV. Þetta er nokkur aukning frá könnun sama efnis í byrjun desember (5. des. 2008), þegar tæp 77% sögðust bera mikið traust til fréttastofunnar. Fréttastofa RÚV er þar með sá fjölmiðill sem nýtur áberandi mests trausts meðal svarenda í könnuninni. Morgunblaðið er enn sem fyrr það dagblað sem nýtur mests traust meðal svarenda, en 64% þeirra segjast nú bera mikið traust til blaðsins sem er einu prósentustigi hærra en þegar síðast var mælt. Meðal netfréttamiðla nýtur Mbl.is mests trausts, en 64% segjast bera mikið traust til Mbl.is, sem er sami fjöldi og í síðustu könnun.

 0812_04

 

Niðurstöðurnar í heild:
 0812_02_tilkynning_traustfjmidlar.pdf