Traust

|

ruv_logo Tæp 77% aðspurðra segjast bera mikið traust til Fréttastofu Sjónvarps (RÚV). Þetta er töluvert meiri fjöldi en kveðst treysta öðrum fjölmiðlum sem mældir voru. Þannig eru rétt undir helmingi sem segist bera mikið traust til Fréttastofu Stöðvar 2 (49%) og Fréttablaðsins (45%).

Morgunblaðið er það dagblað sem nýtur mest trausts meðal svarenda, en 63% þeirra segjast bera mikið traust til blaðsins..

Meðal netfréttamiðla nýtur Mbl.is mest trausts (64%). Þetta eru því sem næst tvöfalt fleiri en segjast treysta Visi.is (33%).

Fréttastofa Sjónvarps (RÚV) er sá fjölmiðill sem fæstir segjast bera lítið traust til eða 5,6%. Til samanburðar má nefna að 15% segjast bera lítið traust til Fréttastofu Stöðvar 2 og 70% segjast bera lítið traust til DV.

 

Niðurstöðurnar í heild:
 0812_tilkynning_traustfjmidlar.pdf