-Verulega dregur úr fylgi Samfylkingar.
-Vinstri grænir mælast enn stærsti flokkurinn.
-Samanlagt segjast 41% styðja ríkisstjórnarflokkanna.
Stuðningur við Framsóknarflokkinn mælist nú rétt yfir 17%. Þetta er veruleg breyting frá síðustu könnun þegar rétt um 5% sögðust kjósa Framsóknarflokkinn væri gengið til kosninga í nú.
Stuðningur við Samfylkinguna minnkar mikið og fer úr 27,1% í 16,7%. Fylgi Sjálfstæðisflokksins heldur áfram að dala og mælist nú 24,3%. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna mælist nú í fyrsta skipti á kjörtímabilinu undir helmingi, eða 41%. Vinstri grænir mælast enn stærsti flokkurinn, en 28,5% aðspurðra sögðust kjósa flokkinn væri gengið til kosninga í dag.
Fylgi Frjálslyndra mælist nærri óbreytt í 3% og fylgi Íslandshreyfingar 2,2%. Tæp 8% sögðust vilja kjósa aðra stjórnmálaflokka en buðu fram síðast.
Niðurstöðurnar í heild: 0901_tilkynning_stjornmal.pdf