Traust

|

Gamalgróin vörumerki njóta meira trausts en löggjafar- og framkvæmdavaldið.
Mikill meirihluti ber lítið traust til Fjármálaeftirlitsins, bankakerfisins og Seðlabankans.

Um og yfir 76% aðspurðra segjast bera mikið traust til Háskóla Íslands, Fréttastofu Sjónvarps (RÚV) og Lögreglunnar. 
Háskólinn í Reykjavík nýtur trausts 64% svarenda.

Athygli vekur að mun fleiri segjast bera mikið traust til gamalgróinna fyrirtækja og vörumerkja en helstu valdastofnana samfélagsins. Þannig eru 53% sem segjast bera mikið traust til Mjólkursamsölunnar, 43% segjast bera mikið traust til Sláturfélags Suðurlands, 39% segjast bera mikið traust til Bónuss og 34% segjast bera mikið traust til Coca Cola. Þetta er svipaður fjöldi og kveðst treysta Landsvirkjun og Stéttarfélögunum, sem hvort um sig njóta mikils trausts hjá 37% svarenda.

Niðurstöðurnar í heild:
 0812_tilkynning_trauststofn.pdf