- Kreppan hefur haft mest áhrif á atvinnu karla og þeirra sem yngri eru

 Í könnun MMR þar sem spurt var um áhrif kreppunnar á atvinnu fólks kom í ljós að 5,8% segjast hafa misst atvinnuna vegna kreppunnar. Þetta er í takt við tölur Vinnumálastofnunar um skráð atvinnuleysi þar sem fram kemur að atvinnuleysi mælist 6,6% í janúar síðastliðnum samanborið við 1,3% í september 2008.

     Í könnuninni kom einnig fram að 12,5% svarenda sögðu að starfshlutfall þeirra hafi verið skert vegna kreppunnar. Samanlagður fjöldi þeirra sem hafa misst vinnuna eða starfshlutfall þeirra verið skert mældist 17,7%[1].  Þá voru 13,9% sem kváðust óttast að missa vinnuna vegna kreppunnar og  25,3% sögðu að einn eða fleiri fjölskyldumeðlimir hefðu misst vinnuna vegna hennar. 17,8% sögðu að einn eða fleiri starfsfélagar hefðu misst vinnuna vegna kreppunnar og 32,4% sögðu að einn eða fleiri nánir vinir sínir hefðu misst vinnuna vegna hennar. 37,1% sagði að ekkert áðurnefndra atriða ætti við sig.

[1] 0,6% svarenda sögðu bæði að starfshlutfall þeirra hefði verið skert og að þeir hefðu misst vinnuna vegna kreppunnar

 

    0902_02

 

 Niðurstöðurnar í heild:
 0902_tilkynning_atvinna.pdf