fbpx

MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum.

 

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 18,3% og tæpu prósentustigi minna en við mælingu MMR í ágúst. Er það lægsta fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur mælst með frá upphafi mælinga MMR. Fylgi Samfylkingar mældist 14,8% og minnkaði um tæp tvö prósentustig frá síðustu mælingu. Þá jókst fylgi Vinstri grænna, Pírata og Framsóknarflokksins um rúmt prósentustig hvert. Allar breytingar á fylgi frá síðustu mælingu reyndust innan vikmarka og var því ekki tölfræðilega marktækur munur á fylgi flokka milli mælinga í ágúst og september.

|

Annað árið í röð trónir Fjarðarkaup toppi lista MMR yfir íslensk fyrirtæki sem Íslendingar mæla helst með. Athygli vekur að mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík, sem var mæld í fyrsta skipti í ár, skýst beint í fimmta sæti listans. Það sem meira er og vekur sérstaka athygli, er að 40% Íslendinga segjast nú nota vörur frá Örnu að staðaldri. Þessar og fleiri eru helstu niðurstöður nýjustu mælingar MMR á meðmælavísitölu 135 þjónustu- og framleiðslufyrirtækja.

|

Árleg könnun MMR á meðmælavísitölu fyrirtækja lauk nýverið. Meðmælavísitalan byggir á Net Promoter Score aðferðafræðinni og gefur stjórnendum haldgóðar upplýsingar um þá viðskiptavild sem þeir eiga hjá neytendum. Könnunin hefur hefur aldrei verið stærri og náði í ár til 135 fyrirtækja sem hafa starfsemi á landinu og fjölgar um 50 frá fyrra ári.

|

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 19,1% og er það óbreytt frá mælingu MMR í júlí. Fylgi Samfylkingar mældist 16,8% og jókst um rúm fjögur prósentustig frá síðustu mælingum. Þá minnkaði fylgi Pírata um um tæp þrjú prósentustig milli mælinga og mældist nú 11,3%.

|

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 19,0% og minnkaði um rúm þrjú prósentustig frá mælingu MMR í júní. Fylgi Pírata mældist 14,9% og hélst nær óbreytt frá síðustu mælingum. Þá jókst fylgi Miðflokksins um um tæp fjögur prósentustig milli mælinga og mældist nú 14,4%.

|

Þeim fækkar sem hyggja á ferðalög erlendis í sumarfríinu sínu í ár samanborið við fyrri ár en þeim sem áætla ferðalög innanlands fjölgar lítillega. Þetta er kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 7. til 14. júní 2019. Alls kváðust 38% landsmanna eingöngu ætla að ferðast innanlands í sumarfríinu, 12% kváðust eingöngu ætla að ferðast utanlands, 40% kváðust ætla að ferðast bæði innanlands og utan og 10% sögðust ekki ætla að ferðast neitt í sumar.

|

Það kemur líklega fáum á óvart að Facebook sé vinsælasti samfélagsmiðillinn á Íslandi í dag en heil 92% landsmanna segjast nota miðilinn reglulega. Þetta er meðal niðurstaðna könnunar MMR á samfélagsmiðlanotkun landsmanna sem framkvæmd var dagana 14. til 16. maí 2019. Þá kváðust 64% landsmanna nota Snapchat reglulega, 61% Youtube, 51% Spotify og 50% Instagram en 2% sögðust ekki nota neina samfélagsmiðla reglulega.

|

Nær þrír af hverjum fjórum landsmönnum eru með áskrift að Netflix á heimilum sínum samkvæmt könnun MMR sem framkvæmd var dagana 14. maí - 16. maí 2019. Er það aukning um 5 prósentustig frá könnun síðasta árs en hlutfall þeirra sem segjast vera með áskrift að Netflix eða búa á heimili þar sem einhver heimilismanna er með áskrift að streymisveitunni hefur aukist árlega frá því að mælingar MMR hófust árið 2016.

|

63% stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sjá fram á samdrátt í íslenska efnahagskefinu á næstu 12 mánuðum. Þetta er meðal niðurstaðna úr Stjórnendakönnun MMR sem framkvæmd var dagana 29. maí til 6. júní 2019. Stjórnendakönnun MMR skoðar meðal annars viðhorf stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum til horfa í íslensku hagkerfi ásamt viðhorfa til mikilvægra þátta í rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja og stofnana.

|

Yfir helmingur landsmanna neytir mjólkurvara og hvíts kjöts oft eða alltaf sem hluta af sínu daglega mataræði samkvæmt umhverfiskönnun MMR sem framkvæmd var dagana 23. maí - 29. maí 2019. Tæplega einn af hverjum fimm neyta sjaldan eða aldrei mjólkurvara eða rauðs kjöts og nærri fjórðungur landsmanna segir fisk sjaldan eða aldrei vera hluta af sínu daglega mataræði.

|

Íslendingar virðast nokkuð meðvitaðir um áhrif sín á umhverfið en 64% landsmanna segjast hafa breytt hegðun sinni mikið eða nokkuð síðastliðna 12 mánuði til að lágmarka áhrif sín á umhverfi og loftslagsbreytingar. Spurningarnar eru hluti af umhverfiskönnun MMR sem framkvæmd var dagana 23. - 29. maí 2019. 

|

Umhverfismál verða sífellt fyrirferðameiri í samfélagsumræðunni og segjast nú tæp 70% Íslendinga hafa miklar áhyggjur af hlýnun jarðar. Þetta kemur fram í umhverfiskönnun MMR sem framkvæmd var dagana 23. maí - 29. maí 2019. Mikill munur var á afstöðu eftir stjórnmálaskoðunum en stuðningsfólk Samfylkingar og ungt fólk hefur hvað mestar áhyggjur af hlýnun jarðar en stuðningsfólk Miðflokksins hvað minnstar.

|

Stuðningur við 3. orkupakkann jókst á meðal kjósenda ríkisstjórnarflokkanna jafnframt því sem andstaða minnkaði á meðal stuðningsfólks Miðflokksins. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 7. - 14. júní 2019.

|

Rúmlega tveir af hverjum þremur Íslendingum (70%) telja efnahagsstöðuna á Íslandi í dag vera góða. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 4.-9. apríl 2019. Alls kváðust 8% telja efnahagsstöðuna vera mjög góða, 63% nokkuð góða, 22% frekar slæma og 7% mjög slæma. Þeim sem telja efnahagsstöðu á landinu góða fækkar um 10 prósentustig frá könnun árins 2018 en þá kváðust alls 80% svarenda telja efnahagsstöðuna nokkuð eða mjög góða.

|

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 22,1% og jókst lítillega frá síðustu mælingu MMR frá því í seinni hluta maí. Fylgi bæði Pírata og Samfylkingar mældist 14,4% en Samfylkingin bætti við sig tæpum tveimur prósentustigum milli mælinga. Þá féll fylgi Vinstri grænna um tæp þrjú prósentustig milli mælinga og mældist 11,3%.

|

Það er flestum ferskt í minni þegar bandaríski heildsölurisinn Costco hóf innreið sína á íslenskan markað snemmsumars 2017. Landsmenn flykktust í verslunina til að gera hagstæð kaup og sýndi könnun MMR í janúar 2018 að heil 71% landsmanna væru með aðildarkort í Costco.

|

Fylgi Sjálfstæðisflokksins stóð nærri óbreytt milli mælinga í fyrri og seinnihluta maímánaðar og mælist nú 21,5%. Fylgi Viðreisnar (8,3%) og Sósíalistaflokks Íslands (3,4%) stóð sömuleiðis óbreytt milli mælinga maímánaðar. Fylgi annarra flokka sveiflaðist meira. Vinstri græn mældust þannig með 14,1% fylgi undir lok mánaðarins, sem er tæp 2 prósentustiga aukning því í fyrri hluta mánaðarins. Þá bættu Píratar við sig rúmlega fjórum prósentustigum yfir mánuðinn en fylgi Samfylkingarinnar dalaði um tæpt eitt og hálft prósentustig frá því í fyrri hluta maí.

Stuðningur við ríkisstjórnina jókst í mánuðinum mældist nú 45,5% samanborið við 40,9% í fyrri hluta maímánaðar.

|

Meirihluti landsmanna (62%) taldi að vel hefði tekist til við gerð kjarasamninga VR og Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Þetta kom fram í könnun MMR sem framkvæmd var dagana 11.-13. apríl 2019. Alls kváðust 15% telja að mjög vel hefði tekist til við gerða kjarasamninganna, 47% frekar vel, 26% bæði/og, 8% frekar illa og 4% mjög illa.

|

Mörgum þykir okkur vænt um kokteilsósuna og notum athugasemdlaust af hinum margvíslegu tilefnum. Þau okkar sem stunda þá iðju að nota kokteilsósu með pizzu könnumst hins vegar mörg við að sessunautar reki upp stór augu þegar kokteilsósan góða er dregin fram með pizzunni. Rétt eins og um einhverskonar afbökun pizzunnar sé að ræða!

 

|

Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aukist um rúmt prósentustig frá í byrjun mánaðarins og mælist nú 21,3%. Samfylkingin mældist með 13,9% fylgi, sem er nær óbreytt frá síðustu könnun. Þá minnkaði fylgi Pírata um rúmlega þrjú og hálft prósentustig en fylgi Miðflokksins hækkaði um rúmlega tvö og hálft prósentustig frá síðustu mælingu.

Stuðningur við ríkisstjórnina var nær óbreyttur frá síðustu könnun og mældist nú 40,9% en var 40,4% í síðustu mælingu.

|

Evrópusinnar eru hvað hlynntastir innleiðingu þriðja orkupakka ESB á Íslandi en nokkurn stuðning er að finna á meðal stuðningsfólks Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata. Innan við þriðjungur ríkisstjórnarflokkanna lýsir yfir stuðningi við innleiðingu orkupakkans en mestrar andstöðu gætir á meðal stuðningsfólks Miðflokksins og Flokks fólksins. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 30. apríl - 3. maí 2019.

|
Síða 5 af 27
Almennt um birtar niðurstöður kannana MMR
MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum. Kannanir MMR eru unnar samkvæmt siðareglum ESOMAR.
 
Notkun á efni heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er skýrt getið í heimildum um uppruna gagnanna.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.
MMR er skrásett vörumerki Markaðs og miðlarannsókna ehf.