Efnahagsmál Stjórnendur

|

63% stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sjá fram á samdrátt í íslenska efnahagskefinu á næstu 12 mánuðum. Þetta er meðal niðurstaðna úr Stjórnendakönnun MMR sem framkvæmd var dagana 29. maí til 6. júní 2019. Stjórnendakönnun MMR skoðar meðal annars viðhorf stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum til horfa í íslensku hagkerfi ásamt viðhorfa til mikilvægra þátta í rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja og stofnana.

Stjórnendur voru svartsýnni á horfur í íslensku efnahagslífi nú heldur en við síðustu mælingu í febrúar 2017. Við síðustu mælingu sáu 86% stjórnenda fram á að íslenska hagkerfið myndi vaxa næstu 12 mánuðina en einungis 12% stjórnenda sjá nú fram á vöxt í hagkerfinu. Þá lækkaði hlutfall þeirra stjórnenda um tæp 38 prósentustig sem sem sáu fram á aukna eftirspurn á vöru/þjónustu en 32% sáu nú fram á aukningu í eftirspurn, samanborið við tæp 70% í síðustu mælingu. Hlutfall þeirra stjórnenda sem sáu fram á aukna veltu lækkaði um rúm 30 prósentustig milli mælinga og hlutfall þeirra sem sáu fram á aukna arðsemi lækkaði um 24 prósentustig.

1905 svardreifing3Spurt var sex spurninga: „Hvernig telur þú að þróun eftirtalinna atriða verði hjá fyrirtæki þínu næstu 12 mánuði í samanburði við síðustu 12 mánuði?“: Velta, arðsemi,
eftirspurn eftir vöru/þjónustu, samkeppnishæfni, markaðsstarf og fjöldi starfsmanna.
Svarmöguleikar voru: „Minnki mikið“, „Minnki eitthvað'', ,,Óbreytt'', ,,Aukist eitthvað'', ,,Aukist mikið'', ,,Veit ekki'' og ,,Vil ekki svara''.
Á myndinni má sjá hlutfall þeirra sem svöruðu hverri spurningu með ,,Aukist eitthvað'' eða ,,Aukist mikið''.
Hlutfall þeirra sem tóku afstöðu til spurninganna var á bilinu 79,4% til 99,1%.

Einnig var spurt: ,,Hverjar telur þú horfur íslensks hagkerfis vera til næstu 12 mánaða?''
Svarmöguleikar voru: ,,Hagkerfið mun dragast mikið saman'', ,,Hagkerfið mun dragast lítillega saman'', ,,Stærð hagkerfisins mun standa í stað'', ,,Hagkerfið mun vaxa
lítillega'', ,,Hagkerfið mun vaxa mikið'', ,,Veit ekki'' og ,,Vil ekki svara''.
Á myndinni má sjá hlutfall þeirra sem svöruðu ,,Hagkerfið mun vaxa lítillega'' og ,,Hagkerfið mun vaxa mikið''.
Samtals tóku 96,4% afstöðu til spurningarinnar.

 

Stór hluti stjórnenda (69%) gerði ráð fyrir að launakostnaður myndi aukast næstu 12 mánuði. Þá töldu 60% stjórnenda að launakostnaður myndi aukast eitthvað en 9% að hann myndi aukast mikið. Tæp 17% stjórnenda töldu að starfsmönnum fyrirtækisins/stofnunarinnar myndi fjölga á næstu 12 mánuðum, 53% töldu að starfsmannafjöldi yrði óbreyttur og 30% að starfsmönnum myndi fækka. Þá bjuggust 31% stjórnenda við að markaðsstarf myndi aukast og 17% að markaðsstarf myndi dragast saman en 51% töldu að markaðsstarf myndi haldast óbreytt.

 

1905 svardreifing2

 

 

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Stjórnendur í fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi (forstjórar, framkvæmda-, fjármála- og markaðsstjórar)
Könnunaraðferð: Stjórnendavagn MMR (netkönnun)
Svarfjöldi: 908 stjórnendur
Dagsetning framkvæmdar: 29. maí til 6. júní 2019

Eldri fréttir sama efnis:
Október 2014: MMR stjórnendakönnun
Júlí 2014: MMR stjórnendakönnun
Desember 2013: MMR stjórnendakönnun
Júlí 2013: MMR stjórnendakönnun
Apríl 2011: MMR stjórnendakönnun