Forseti Íslands

|

SkjaldamerkiIslandsÍ könnun MMR á ánægju almennings með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, kom í ljós að  17,0% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar voru mjög ánægðir með störf hans og 33,0% aðspurðra voru frekar ánægðir. Tæplega þriðjungur aðspurða sögðust hvorki ánægðir né óánægðir með störf forsetans. 11,7% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust frekar óánægðir og 8,1% voru mjög óánægðir með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands.

1103_forseti

Mikill munur var á afstöðu eftir aldri, búsetu, stjórnmálaskoðun og stuðning við ríkisstjórnina. Ánægja með störf forsetans minnkar með hækkandi aldri. Þannig voru 59,2% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar í aldurshópnum 18-29 ára ánægðir með störf forsetans borið saman við 50,8% á aldrinum 30-49 ára og  40,4% á aldrinum 50-67 ára. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar og búa á landsbyggðinni sögðust 54,2% ánægðir  með störf forsetans borið saman við 47,5% sem búa á höfuðborgasvæðinu. Þá voru 75,1% þeirra sem sögðust kjósa Framsóknaflokkinn, ef kosið yrði nú, ánægðir með störf forsetans samanborið við 54,1% sjálfstæðismanna, 39,2% sem sögðust kjósa Vinstri græna og 24,3% stuðningsfólks Samfylkingarinnar. Af þeim sem styðja ríkisstjórnina sögðust 32,7% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar ánægðir með störf forsetans borið saman við 58,0% sem ekki styðja ríkisstjórnina.

1103_forseti_2

Niðurstöðurnar í heild:
1103_tilkynning_forseti.pdf