Traust

|

Enginn annar fjölmiðill sem spurt var um í könnun MMR um traust almennings til fjölmiðla nýtur viðlíka trausts og fréttastofa RÚV. Alls sögðust 71,5% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar bera mikið traust til fréttastofunnar og 7,0% sögðust bera lítið traust til hennar. Þrátt fyrir að dragi úr trausti til Morgunblaðsins heldur blaðið engu að síður stöðu sinni sem það dagblað sem flestir segjast bera mikið traust til. Núna sögðust 42,9% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar bera mikið traust til Morgunblaðsins samanborið við 46,4% í síðustu könnun MMR í apríl í fyrra.

27,9% svarenda kveðst nú bera lítið traust Morgunblaðsins og er það aukið vantraust frá síðustu könnun en þá voru tæpur fjórðungur svarenda (24,9%) sem sögðust bera lítið traust til Morgunblaðsins. Fréttablaðið nýtur mikils trausts meðal 37,3% svarenda borið saman við 34,8% í síðustu könnun. Nú var í fyrsta sinn spurt um traust til Fréttatímans og sögðust 18,1% svarenda bera mikið traust blaðsins en 14,9% sögðust bera lítið traust til blaðsins. Meðal netfréttamiðla nýtur Mbl.is mests trausts en 49,8% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust bera mikið traust til Mbl.is borið saman við 51,7% í síðustu könnun. Mbl.is er jafnframt sá fjölmiðill sem flestir segjast bera mikið traust til að Fréttastofu RÚV undanskildri. Eyjan.is nýtur minnst traust þeirra fjölmiðla sem mældir voru, en 7,8% svarenda sögðust bera mikið traust til netfréttamiðilsins borið saman við 13,6% í síðustu könnun.

 

1104_traust_fjolm_01

1104_traust_fjolm_02

1104_traust_fjolm_03

Niðurstöðurnar í heild:
1104_tilkynning_traustfjmidlar.pdf

Lokaniðurstaða Capacent Gallup reyndist að meðaltali 1,7 prósentustigum frá kosningafylgi flokkanna og forspá um fulltrúafjölda gekk eftir.