Traust

|

MMR kannaði traust almennings til  Landlæknisembættisins. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust  32,3% bera mikið traust til embættisins, 25,0% sögðust bera frekar mikið traust og 7,3% sögðust bera mjög mikið traust til til embættisins. Þá sögðust  41,1% af þeim sem tóku afstöðu hvorki bera mikið né lítið traust til embættisins, 17,2% sögðust bera frekar lítið traust og 9,5% sögðust bera mjög lítið traust til Landlæknisembættisins.

Nokkur munur var á afstöðu eftir aldri, menntun, starfstétt og tekjum en af þeim sem tóku afstöðu  voru 30,5% þeirra sem voru í aldurshópnum 50-67 ára sem sögðust bera lítið traust til embættisins borið saman við  21,2% þeirra sem voru í aldurshópnum 18-29 ára.

Þá voru 18,7% sérfræðinga sem tóku afstöðu sem sögðust bera lítið traust til Landlæknis-embættisins borið saman við 38% iðnarmanna.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 21,1% sem hafa hæstu tekjurnar (800 þús. eða hærra) bera lítið traust til embættisins borið saman við 32,0% þeirra sem eru með 250-399 þúsund í heimilistekjur á mánuði.

1106_landlaeknir_01

1106_landlaeknir_02

Samanburð við eldri kannanir á trausti til annarra stofnana má finna hér:
Traust til helstu stofnana samfélagsins
Traust til helstu stofnana á sviði réttarfars og dómsmála

Niðurstöðurnar í heild:
1106_tilkynning_traust_landlknisemb.pdf