MMR kannaði ánægju fólks með lífið og tilveruna. Íslendingar virðast enn sem fyrr almennt ánægðir með sumarfríið sitt, vinnuna sína og nágranna. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 91,0% ánægð með nágranna sína, 90,2% sögðust ánægð með sumarfríið sitt og 89,9% sögðust ánægð með vinnuna sína. Breytingarnar, frá fyrri könnun MMR í ágúst 2010, eru því ekki miklar. Þá sögðust 92,9% þeirra sem tóku afstöðu vera ánægðir með nágrannana sína, 91,9% voru ánægð með sumarfríið sitt og 91,2% voru ánægð með vinnuna sína.
Veðrið í sumar hefur þó ekki vakið sömu lukku og veðrið í fyrra því 62,0% þeirra sem tóku afstöðu núna sögðust vera ánægðir með það borið saman við 94,7% fyrir ári síðan. Sömu sögu er að segja af Borgarstjóranum í Reykjavík, núna sögðust 61,7% þeirra sem tóku afstöðu vera óánægð með hann en í ágúst 2010 voru það einungis 22,4% aðspurðra.
Niðurstöðurnar í heild: 1108_tilkynning_anaegja.pdf