xdMMR kannaði hvort almenningur vildi heldur Bjarna Benediktsson eða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem formann Sjálfstæðisflokksins. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 58,6% heldur vilja Hönnu Birnu en 13,4% sögðust heldur vilja Bjarna og 27,9% vildu hvorugt þeirra.

Sé eingöngu litið til þeirra sem sögðust ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu Alþingiskosningum vildu 66,3% heldur að Hanna Birna gegndi formannsembættinu, 26,4% vildu heldur að Bjarni yrði áfram formaður og 7,3% vildu hvorugt þeirra. Stuðningur við Hönnu Birnu reyndist jafnframt umtalsverður meðal stuðningsmanna Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri-grænna, eða á bilinu 47,8% til 59,8%.

Áhugavert er að bera niðurstöðurnar saman við könnun MMR frá í mars 2009 um afstöðu til formannsvals Samfylkingarinnar (áður en Jóhanna Sigurðardóttir tilkynnti um framboð sitt). Sjá hér.

 

1109_formsjalfst

Niðurstöðurnar í heild:
1109_formsjalfst.pdf