MMR kannaði afstöðu fólks til þess hvert hlutverk þjóðaratkvæðagreiðslu ætti að vera við afgreiðslu á frumvarpi Stjórnlagaráðs til stjórnarskrár. Í könnuninni kom fram að töluverður meirihluti eða 75,3% þeirra sem tók afstöðu vildu að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um frumvarpið. Af þeim sögðu 47,7% að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar ætti að ráða úrslitum um afgreiðslu frumvarpsins og 27,6% að þjóðaratkvæðagreiðslan ætti að vera leiðbeinandi fyrir Alþingi.
Um fjórðungur, eða 24,7% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar, vildu ekki að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um frumvarpið.
Almennt töluverður stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðslu
Samkvæmt könnuninni reyndist nokkur meirihluti fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um Stjórnlagaráðs-frumvarpið meðal allra hópa sem skoðaðir voru. Minnstur stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðslu reyndist meðal þeirra tekjuhæstu og þeirra sem studdu ekki ríkisstjórnina. Þó voru 68,0% þeirra sem tóku afstöðu og höfðu heimilistekjur yfir 800 þúsund krónum sem töldu að frumvarp Stjórnlagaráðs til stjórnarskrár ætti að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu borið saman við 83,1% þeirra sem höfðu heimilistekjur undir 250 þúsund krónum. Þá voru 71,7% þeirra sem tóku afstöðu og studdu ekki ríkisstjórnina sem töldu að frumvarpið ætti erindi í þjóðaratkvæðagreiðslu samanborið við 82,6% þeirra sem studdu ríkisstjórnina.
Niðurstöðurnar í heild: 1108_tilkynning_stjornlagarad_atkv.pdf