MMR kannaði hvort Íslendingar ætla að ferðast innanlands eða utan í sumarfríinu. Um helmingur landsmanna ætlar að ferðast innanlands í sumarfríinu en af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust 51,9% ætla eingöngu að ferðast innanlands í sumarfríinu, 28,5% ætla að ferðast bæði innan- og utanlands í sumarfríinu, 9,9% ætla eingöngu að ferðast utanlands og 9,7% sögðust ekki ætla að ferðast neitt í sumarfríinu.
Niðurstöðurnar í heild: 1106_tilkynning_sumarfr.pdf