
Ef litið er til afstöðu fólks eftir stjórnmálaskoðun kemur í ljós að 69,9% þeirra sem tóku afstöðu og sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn vildu að Alþingi fjallaði ítarlega um frumvarp Stjórnlagaráðs samanborið við 49,0% stuðningsfólks Vinstri grænna, 54,2% Samfylkingarfólks og 57,8% Framsóknarfólks. Að sama skapi reyndist einnig munur á afstöðu fólks til aðkomu Alþingis að afgreiðslu frumvarpsins eftir stuðningi við ríkisstjórnina. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar og sögðust styðja ríkisstjórnina vildu 46,7% að Alþingi fjallaði ítarlega um frumvarp Stjórnlagaráðs til stjórnarskrár borið saman við 61,4% þeirra sem studdu ekki ríkisstjórnina.
Rétt er að undirstrika að einungis 61,1% tóku afstöðu til spurningarinnar sem endurspeglar hve fáir höfðu í raun kynnt sér frumvarp Stjórnlagaráðs (sbr. könnun MMR birt 12. september 2011). Ef eingöngu er litið til þeirra sem höfðu kynnt sér frumvarpið að einhverju marki þá voru 83,1% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar.
Nokkuð munur á afstöðu eftir hópum
Samkvæmt könnuninni var nokkur munur á því hvað fólki fannst um það hver aðkoma Alþingis við afgreiðslu frumvarps Stjórnlagaráðs til stjórnarskrár ætti að vera. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar töldu fleiri konur en karlar að Alþingi ætti að fjalla ítarlega um frumvarpið eða 65,1% kvenna borið saman við 52,7% karla. Þá töldu 60,3% höfuðborgarbúa að Alþingi ætti að fjalla ítarlega um frumvarp Stjórnlagaráðs borið saman við 51,8% þeirra sem bjuggu á landsbyggðinni.
Niðurstöðurnar í heild: 1108_tilkynning_stjornlagarad_althingi.pdf