MMR kannaði hvort landsmenn væru sáttir eða ósáttir við nýgerða kjarasamninga aðildarfélaga ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA). Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 63% vera sáttir og 37% ósáttir við nýgerða kjarasamninga, þar af voru 9,0% mjög sáttir og 13,4% mjög ósáttir.
Nokkur munur var á afstöðu eftir menntun og tekjum en af af þeim sem tóku afstöðu sögðust 53,1% sem hafa lokið verklegu framhaldsnámi vera sáttir við kjarasamninga borið saman við 67,6% þeirra sem hafa lokið háskólanámi. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 58,8% þeirra sem hafa lægstu tekjurnar (undir 250 þús.) og 62,1% sem hafa hæstu tekjunar (800 þús. eða hærra) vera sáttir við kjarasamningana borið saman við 69,7% þeirra sem eru með 250-399 þúsund í heimilistekjur á mánuði.
Þeir sem styðja stjórnarflokkana eru flestir sáttir við nýgerða kjarasamninga. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 80,3% þeirra sem myndu kjósa Vinstri græna og 73,5% þeirra sem myndu kjósa Samfylkinguna, ef kosið yrði í dag, vera sáttir við nýgerða kjarasamninga borið saman við 45,4% sem sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn og 40,7% sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn væri gengið til kosninga í dag.
Niðurstöðurnar í heild: