MMR kannaði afstöðu landsmanna til boðaðra verkfallsaðgerða leikskólakennara. Í könnuninni kom fram að 93,1% þeirra sem tóku afstöðu sögðust frekar eða mjög fylgjandi því að hækka ætti laun leikskólakennara svo ekki komi til verkfalls þann 22. ágúst næstkomandi.
Greint eftir einstaka svarmöguleikum þá voru 67,4% sem sögðust mjög fylgjandi hækkun launa leikskólakennara svo afstýra mætti verkfalli, 25,7% sögðust frekar fylgjandi, 4,0% sögðust frekar andvíg og 2,9% kváðust mjög andvíg.
Stuðningur afgerandi óháð stjórnmálaskoðun
Samkvæmt könnuninni var stuðningur við launahækkanir til handa leikskólakennurum svo afstýra mætti verkfalli nokkuð almennur. Það sést t.d. þegar svör við spurningunni eru skoðuð eftir stuðningi fólks við stjórnmálaflokka. Þar kom í ljós að 98,0% Samfylkingarfólks, 99,0% Vinstri-grænna, 90,3% framsóknarfólks og 86,7% sjálfstæðisfólks sögðust mjög eða frekar fylgjandi launahækkun til leikstólakennara svo komast mætti hjá verkfalli.
Niðurstöðurnar í heild: 1108_verkfall_leikskolar.pdf