Jólahefðir Matarvenjur

|

MMR kannaði hvað Íslendingar ætla að borða í aðalrétt á aðfangadag á komandi jólahátíð. Hamborgarhryggur er enn sem áður algengasti aðalrétturinn á aðfangadagskvöldi en tæplega helmingur Íslendinga (46,4%) hyggst gæða sér á hamborgarhrygg næstkomandi laugardag.

Vinsældir hamborgarhryggsins dala milli ára en af þeim sem tóku afstöðu sögðust nú 46,4% ætla að borða hamborgarhrygg á aðfangadag samanborið við 49,8% í fyrra. 9,6% sögðust ætla að borða lambakjöt (annað en hangikjöt), 8,0% sögðust ætla að borða rjúpur, 9,6% sögðust ætla að borða kalkún, 4,4% sögðust ætla að borða svínakjöt (annað en hamborgarhrygg) og 21,9% sögðust ætla að borða eitthvað annað en fyrrgreinda kosti.1612 aðfangadagurSpurt var: Hvað er líklegast að þú munir borða sem aðalrétt á aðfangadagskvöld?
Svarmöguleikar voru: Fiskur/sjávarfang, gæs, grænmetisfæði, hangikjöt, hamborgarhryggur, hreindýrakjöt, kalkúnn, kjúklingur, lambakjöt (annað en hangikjöt)*, nautakjöt, rjúpur, svínakjöt (annað en hamborgarhryggur)**, önd, annað kjöt, annað og veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku 95,4% afstöðu til spurningarinnar.

Nokkur munur milli hópa hvað fólk ætlaði að borða á aðfangadag

Þegar svör eru skoðuð með tilliti til aldurs sést að Íslendingar yngri en 50 ára eru töluvert líklegri til að ætla að borða borða hamborgarhrygg í ár heldur en þau sem eldri eru. Íslendingar 68 ára og eldri eru ólíklegastir til að ætla að borða hamborgarhrygg á aðfangadag í ár (38%) en eru aftur á móti líklegri en aðrir aldurshópar til að borða rjúpur (16%). Þau sem tilheyrðu aldurshópnum 50-67 ára voru líklegust til að ætla að borða annað en fyrrgreinda kosti (26%).

Íbúar á landsbyggðinni eru mun líklegri til að borða lambakjöt á aðfangadag (16%) heldur en íbúar höfuðborgarsvæðisins (6%). Íbúar á höfuðborgarsvæðinu er aftur á móti miklu líklegri til að kjósa kalkún á sinn disk á aðfangadag (12%) heldur en íbúar á landsbyggðinni (6%).

Lambakjöt nýtur meiri vinsælda sem aðalréttur á aðfangadag meðal stuðningsfólks Vinstri grænna og Framsóknarflokksins heldur en stuðningsfólks annarra flokka. Af þeim sem tóku afstöðu og studdu Vinstri græna sögðust 16% ætla að borða lambakjöt (annað en hangikjöt) sem aðalrétt að aðfangadag og 15% þeirra sem studdu Framsóknarflokkinn, borið saman við 2% Pírata. Kalkúnn verður helst á borðum hjá stuðningsfólki Bjartrar framtíðar (16%) samanborið við 5% þeirra sem styðja Framsóknarflokkinn. Stuðningsfólk Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins eru líklegri að borða rjúpur sem aðalrétt á aðfangadag en stuðningsfólk annarra flokka. Af þeim sem tóku afstöðu ætla 13% þeirra sem studdu Sjálfstæðisflokkinn og 12% þeirra sem studdu Framsóknarflokkinn að borða rjúpur á aðfangadag, borið saman við 1% Pírata og 3% Bjartrar framtíðar.

1612 aðfangadagur kross 2

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 924 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 9.-14. desember 2016

Eldri kannanir sama efnis:
2015 desember: MMR könnun: hvað verður á borðum fólks á aðfangadag
2014 desember: MMR könnun: hvað verður á borðum fólks á aðfangadag
2013 desember: MMR könnun: hvað verður á borðum fólks á aðfangadag
2012 desember: MMR könnun: hvað verður á borðum fólks á aðfangadag
2011 desember: MMR könnun: hvað verður á borðum fólks á aðfangadag
2010 desember: MMR könnun: hvað verður á borðum fólks á aðfangadag