Traust

|

MMR mældi dagana 4. til 5. apríl traust almennings til forystufólks í stjórnmálum. Flestir sögðust bera mikið traust til Katrínar Jakbobsdóttur, formanns Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs (59,2%) og Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands (54,5%). Einungis 10,1% sögðust bera mikið traust til Sigmundar Davíðs, forsætisráðherra, en 21,7% kváðust bera mikið traust til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra.

 

1604 trust politicalLeaders01

Spurt var: Hversu mikið eða lítið traust berð þú til eftirfarandi aðila.
Svarmöguleikar voru mjög lítið traust, frekar lítið traust, hvorki mikið né lítið traust, frekar mikið traust, mjög mikið traust og veit ekki/vil ekki svara.
Niðurstöður sýna fjölda þeirra sem svöruðu annað hvort mjög/frekar mikið eða lítið traust.
Samtals tóku 96,8% afstöðu til spurningarinnar að hluta eða öllu leyti.
 

Þróun milli mælinga*:
*ekki eru til mælingar á öllum aðilunum í öll skipti

Traust til Sigmundar Davíðs, forsætisráðherra er í sögulegu lágmarki, en traust til Katrínar Jakobsdóttur og Ólafs Ragnars Grímssonar hefur aukist töluvert frá síðustu mælingu í apríl 2015. Traust til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra hefur einnig dvínað töluvert frá síðustu mælingu.

1604 trust politicalLeaders11

81,0% svarenda sögðust bera lítið traust til Sigmundar Davíðs, sem er aukning um nær 18% síðan í apríl 2015. Þeim sem kváðust bera lítið traust til Dags B. Eggertssonar fjölgaði einnig töluvert frá síðustu mælingu, eða um rúmlega 10%. 

1604 trust politicalLeaders12

Þegar traust til fyrrnefndra aðila er skoðað eftir stuðningi við stjórnmálaflokka kemur í ljós að Ólafur Ragnar Grímsson nýtur nær algers trausts meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins, en stuðningsmenn Samfylkingarinnar, Vinstri-grænna og Bjartrar framtíðar eru ólíklegastir til að bera mikið traust til Ólafs Ragnars. Sigmundur Davíð nýtur mikils trausts meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins, en mjög lítils trausts meðal stuðningsmanna annarra flokka. 

1604 trust politicalLeaders04

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 987 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 4. apríl til 5. apríl 2016
Eldri kannanir sama efnis:

2015 apríl: MMR könnun á trausti til forystufólks í stjórnmálum
2014 febrúar: MMR könnun á trausti til forystufólks í stjórnmálum
2013 júní: 
MMR könnun á trausti til forystufólks í stjórnmálum
2013 febrúar: MMR könnun á trausti til forystufólks í stjórnmálum
2012 apríl: 
MMR könnun á trausti til forystufólks í stjórnmálum
2011 mars: MMR könnun á trausti til forystufólks í stjórnmálum
2010 maí: MMR könnun á trausti til forystufólks í stjórnmálum
2009 sept: MMR könnun á trausti til forystufólks í stjórnmálum
2009 feb: MMR könnun á trausti til forystufólks í stjórnmálum
2009 jan: MMR könnun á trausti til formanna stjórnmálaflokkanna
2008 Des: MMR könnun á trausti almennings til áhrifafólks í samfélaginu

Þróun milli mælinga:

Ekki var spurt um traust til Landsdóms í fyrri mælingum.