MMR kannaði hvort það yrði jólatré á heimilum fólks þessi jólin. Gervitré virðast viðhalda vinsældum sínum. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 54,9% ætla að vera með gervitré í ár sem er um 5 prósentustigum meira en var fyrir fimm árum síðan.
Á móti hefur dragið saman í þeim hópi Íslendinga sem ætla að hafa lifandi jólatré um jólin. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 31,9% ætla að vera með lifandi tré, borið saman við 32,4% í desember 2014 og 41,6% fyrir fimm árum síðan. Þá voru 13,6% sem sögðust ekki ætla að vera með neitt jólatré á sínu heimili í ár, borið saman við 11,7% í desember 2014 og 8,8% í desember 2010.
Spurt var: „Verður jólatré á þínu heimili í ár?“.
Svarmöguleikar voru: Já - lifandi tré, já – gervitré, nei og veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku 97,9% afstöðu til spurningarinnar.
Munur eftir aldri, tekjum og stuðningi við stjórnmálaflokka.
Þegar skoðaður var munur á milli aldurshópa þá reyndust þeir 30-49 ára svarendur líklegri en aðrir aldurshópar til að segjast ætla að vera með jólatré. Af þeim sem tóku afstöðu og voru á aldrinum 30-49 ára sögðust 33,5% ætla að vera með lifandi jólatré og 56,5% að vera með gervitré. Svarendur 68 ára og eldri voru líklegri en aðrir til að segjast ekki ætla að hafa jólatré, eða 24,6% borið saman við 14,0% 18-29 ára svarenda og 10,1% 50-67 ára svarenda og 10,1% í aldurshópnum 30-49 ára.
Hlutfall þeirra sem sagðist ætla að hafa lifandi jólatré hækkaði með auknum heimilistekjum. Af þeim sem tóku afstöðu og tilheyrðu tekjuhæsta hópnum (milljón á mánuði eða meira) sögðust 48,5% ætla að vera með lifandi jólatré, borið saman við 35,1% í tekjuhópnum 800-999 þúsund á mánuði, 29,2% í tekjuhópnum 600-799 þúsund á mánuði, 37,3% í tekjuhópnum 400-599 þúsund á mánuði, 14,8% í tekjuhópnum 250-399 þúsund á mánuði og 16,8% í tekjulægsta hópnum (undir 250 þúsund á mánuði).
Af stuðningsfólki stjórnmálaflokka reyndust fylgjendur Bjartrar framtíðar ólíklegastir til að vera með jólatré (77,4%) en stuðningsmenn Framsóknarflokksins líklegastir til að vera með jólatré (96,2%). Af þeim sem tóku afstöðu og studdu Bjarta framtíð sögðust 77,3% ætla að vera með jólatré á sínu heimili í ár, borið saman við 96,2% Framsóknarmanna.
Þeir sem studdu Vinstri græna voru líklegri en stuðningsmenn annarra flokka til að segjast ætla að vera með lifandi jólatré. Af þeim sem tóku afstöðu og sögðust styðja Vinstri græna sögðust 46,4% ætla að vera með lifandi jólatré, borið saman við 28,2% Pírata.
Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 1010 einstaklingar á aldrinum 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 15.-18. desember 2015
Eldri kannanir sama efnis:
2014 desember: MMR könnun: verður jólatré á heimilum fólks
2012 desember: MMR könnun: verður jólatré á heimilum fólks
2011 desember: MMR könnun: verður jólatré á heimilum fólks
2010 desember: MMR könnun: verður jólatré á heimilum fólks