Jólahefðir

|

GrenigreinMMR kannaði hvort það yrði jólatré á heimilum fólks þessi jólin. Lifandi jólatré virðast eiga undir högg að sækja hvað vinsældir varðar. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 32,4% ætla að vera með lifandi jólatré í ár, borið saman við 39,1% í desember 2012.

Aftur á móti sögðust fleiri ætla að hafa gervitré á sínu heimili þessi jólin. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 55,9% ætla að vera með gervitré, borið saman við 51,7% í desember 2012.
11,7% sögðust ekki ætla að vera með jólatré á sínu heimili í ár, borið saman við 9,2% í desember 2012.

 1412 jolatre 01Spurt var: „Verður jólatré á þínu heimili í ár?“.
Svarmöguleikar voru: Já - lifandi tré, já – gervitré, nei og veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku 97,5% afstöðu til spurningarinnar.

 

Munur eftir búsetu, tekjum og stuðningi við stjórnmálaflokka.
Þeir sem búsettir voru á höfuðborgarsvæðinu voru líklegri til að segjast ætla að vera með lifandi jólatré en íbúar á landsbyggðinni voru líklegri til að segjast ætla að vera með gervitré. Þannig sögðust 36,4% íbúa á höfuðborgarsvæðinu ætla að vera með lifandi jólatré, borið saman við 26,0% íbúa á landsbyggðinni. 65,9% íbúa á landsbyggðinni sögðust ætla að vera með gervitré á sínu heimili borið saman við 49,6% íbúa á höfuðborgarsvæðinu.

Hlutfall þeirra sem sagðist ætla að hafa lifandi jólatré hækkaði með auknum heimilistekjum. Af þeim sem tóku afstöðu og tilheyrðu tekjuhæsta hópnum (milljón á mánuði eða meira) sögðust 50,0% ætla að vera með lifandi jólatré, borið saman við 39,6% í tekjuhópnum 800-999 þúsund á mánuði, 33,0% í tekjuhópnum 600-799 þúsund á mánuði, 31,4% í tekjuhópnum 400-599 þúsund á mánuði, 16,8% í tekjuhópnum 250-399 þúsund á mánuði og 13,3% í tekjulægsta hópnum (undir 250 þúsund á mánuði).

Þeir sem studdu Samfylkinguna voru líklegri en stuðningsmenn annarra flokka til að segjast ætla að vera með lifandi jólatré. Af þeim sem tóku afstöðu og sögðust styðja Samfylkinguna sögðust 45,4% ætla að vera með lifandi jólatré, borið saman við 30,8% Pírata. Stuðningsmenn Pírata voru ólíklegri en aðrir til að segjast ætla að vera með jólatré. Af þeim sem tóku afstöðu og studdu Pírata sögðust 71,1% ætla að vera með jólatré á sínu heimili í ár, borið saman við 96,1% framsóknarmanna.

1412 jolatre 02A

 

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 1097 einstaklingar á aldrinum 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 9.-16. desember 2014

Eldri kannanir sama efnis:
2012 desember: MMR könnun: verður jólatré á heimilum fólks
2011 desember: MMR könnun: verður jólatré á heimilum fólks
2010 desember: MMR könnun: verður jólatré á heimilum fólks