Jólahefðir

|

GrenigreinMMR kannaði hvort það yrði jólatré á heimilum fólks þessi jólin. Af þeim sem tóku afstöðu sagðist mikill meirihluti eða 90,8% ætla að hafa jólatré í ár. Fólk virðist vanasamt þegar kemur að jólatrjám en óverulegar breytingar eru á hlutfalli þeirra sem segjast ætla að vera með jólatré á milli ára. Í ár sögðust 39,1% þeirra sem tóku afstöðu ætla vera með lifandi jólatré og 51,7% sögðust ætla vera með gervitré.

 

 1212 tilkynning jolatre 01Spurt var: „Verður jólatré á þínu heimili í ár?“. Svarmöguleikar voru: „Já - lifandi tré“, „já – gervitré“, „nei“ og „veit ekki/vil ekki svara“. Samtals tóku 96,7% afstöðu til spurningarinnar.

 

Nokkur munur á því hvort að fólk hyggst hafa jólatré á sínu heimili eftir búsetu, tekjum og stuðningi við stjórnmálaflokka.

Samkvæmt könnuninni var nokkur munur á því hvort fólk hyggðist hafa jólatré á sínu heimili og/eða hvernig tré, eftir búsetu, tekjum og stuðningi við stjórnmálaflokka.
     Hlutfall þeirra sem sagðist verða með jólatré á heimilinu í ár hækkar með auknum tekjum. Af þeim sem tóku afstöðu og voru með heimilistekjur undir 250 þúsund krónur á mánuði sögðust 78,7% ætla að vera með jólatré á heimilinu í ár borið saman við 95,5% þeirra sem voru með 800 þúsund eða hærra í heimilistekjur á mánuði.
     Þegar svör voru skoðuð út frá stuðningi við stjórmálaflokka kom í ljós að hlutfallslega flestir þeirra sem kváðust styðja Vinstri græna ætla að vera með lifandi jólatré, eða 59,7% þeirra sem tóku afstöðu, borið saman við 35,7% þeirra sem kváðust styðja Sjálfstæðisflokkinn. Aftur á móti sögðust hlutfallslega flestir þeirra sem kváðust styðja Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkinn ætla vera með gervitré á heimilinu í ár. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 59,6% þeirra sem studdu Framsóknarflokkinn ætla vera með gervitré á heimilinu í ár og 57,7% þeirra sem studdu Sjálfstæðisflokkinn.

1212 tilkynning jolatre 02

 

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar á aldrinum 18-67 ára valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 877 einstaklingar á aldrinum 18-67 ára
Dagsetning framkvæmdar: 7.-11. desember 2012

Eldri kannanir sama efnis:
2011 desember: MMR könnun: verður jólatré á heimilum fólks
2010 desember: MMR könnun: verður jólatré á heimilum fólks

Niðurstöðurnar á PDF:
pdf1212_tilkynning_jolatre.pdf

Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.